Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

18. fundur 16. janúar 2003
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  18 - 16.01.2003
 Ár 2003 fimmtudaginn 16. janúar kl. 815 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. 
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi og Hallgrímur Ingólfsson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs. 
Dagskrá:
1.      Íþróttaleikvangurinn við Skagfirðingabraut
2.      Aðalskipulag
3.      Bréf frá heilbrigðisfulltrúa dagsett 13. janúar 2003.
4.      Önnur mál.
 
Afgreiðslur: 
  1. Íþróttaleikvangurinn við Skagfirðingabraut. Sveitarstjórn Skagafjarðar auglýsti tillögu að deiliskipulagi íþróttasvæðisins við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997 Deiliskipulagstillagan var til sýnis á Skrifstofu sveitarfélagsins Skagafjarðar á Sauðárkóki frá og með mánudeginum 28. október til þriðjudagsins 26. nóvember 2002. Frestur til að skila athugasemdum við deiliskipulagstillöguna var til þriðjudagsins 10. desember 2002.  Margar athugasemdir bárust og vísast til fundargerðar 16. fundar þann 16. desember sl. Farið var yfir allar athugasemdir sem borist hafa og þær ræddar efnislega.
Hallgrímur Ingólfsson vék nú af fundi. 
  1. Aðalskipulag  Skagafjarðar. Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir, og lagði fram minnispukkta af fundum hans og Árna Ragnarssonar skipulagsarkitekts á Akureyri og Dalvík. Fundirnir voru að frumkvæði Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar. Tilgangur fundanna var að upplýsa um hugmyndir sem fram hafa komið við gerð aðalskipulags fyrir Skagafjörð, um veggöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Að loknum umræðum um minnispunkta Jóns og Árna reifaði Bjarni Maronsson  hugmyndir um reiðleiðir fram miðhéraðið.
  1. Bréf frá heilbrigðisfulltrúa. Með bréfi dagsettu 13. janúar 2003 óskar heilbrigðisfulltrúi eftir umsögn nefndarinnar varðandi veitingu starfsleyfis fyrir Vöruflutninga Bjarna Haraldssonar ehf. Sérstaklega er beðið um umsögn um gámasvæði, eða útisvæði fyrirtækisins eins og það er sýnt á meðfylgjandi gögnum frá umsækjanda, Jóni Inga Halldórssyni fh. Vöruflutninga Bjarna Harldssonar ehf. Jóni Erni falið að vinna málið á milli funda.
  1. Önnur mál. – engin
Fleira ekki fyrir tekið,
fundargerð upplesin og samþykkt. 
Fundi slitið kl. 1134   
                                      Jón Örn Berndsen
                                     
ritari fundargerðar