Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

16. fundur 16. desember 2002
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  16  - 16.12.2002

     Ár 2002, mánudaginn 16. desember kl. 1615 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi 
Dagskrá:
1.      Flæðigerði – viðræður við fulltrúa húseigenda við Flæðigerði og formann Léttfeta
2.      Bréf íbúasamtakanna út að austan dagsett 21. nóvember 2002
3.      Efnistaka við Hofsá, erindi Vegagerðarinnar dagsett 29. nóvember 2002
4.      Íþróttaleikvangurinn við Skagfirðingabraut 
5.      Aðalskipulag Skagafjarðar
6.      Önnur mál.
 
Afgreiðslur: 
  1. Málinu frestað.
  1. Bréf íbúasamtakanna út að austan dagsett 21. nóvember 2002 lagt fram. Bréfinu er vísað til nefndarinnar frá Byggðarráði. Bréfið lítur að framtíðarnotum og uppbyggingu á Brimnesskóga / Kolkuóssvæðinu. Erindinu vísað til gerðar Aðalskipulags.
  1. Efnistaka við Hofsá, erindi Vegagerðarinnar dagsett 29. nóvember 2002. Vegna fyrirhugaðar vegabóta við Hofsá óskar Vegagerðin heimildar fyrir efnisnámi á svæðinu í samræmi við meðfylgjandi gögn. Reiknað er með að efni verði tekið á svæði sem er um 14.000 fermetrar og áætlað að taka þarna um 9.500 til 10.000 rúmmtra af efni. Fram kemur að Eftirlitsfulltrúi Náttúruverndar ríkisins geri ekki athugasemdir við erindið. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.
  1. Íþróttaleikvangurinn við Skagfirðingabraut. Sveitarstjórn Skagafjarðar auglýsti tillögu að deiliskipulagi íþróttasvæðisins við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997 Deiliskipulagstillagan var til sýnis á Skrifstofu sveitarfélagsins Skagafjarðar á Sauðárkóki frá og með mánudeginum 28. október til þriðjudagsins 26. nóvember 2002. Frestur til að skila athugasemdum við deiliskipulagstillöguna var til þriðjudagsins 10. desember 2002. Eftirtaldar athugasemdir bárust.
    • Kæra vegna deiliskipulags íþróttasvæðis , dagsett 9. desember 2002.
      Undirritun Valgeir Kárason, Björn J. Sighvats, Bragi Skúlason,
      Pálmi Sigurðsson
·        Athugasemdir frá Elísabetu Ósk Arnardóttur Skagfirðingabraut 35 
·        Athugasemdir með bréfi Bryndísar Þráinsdóttur frá 9. desember 2002. Ólafshússfundurinn – erindinu fylgja athugasemdir í þrem liðum og
undirskriftalisti með 61 nafni 

·        Athugasemdri frá Bryndísi Þráinsdóttur dagsettar 9. desember 2002. 
·        Athugasemdir frá Huldu Sigurbjörnsdóttur Skagfirðingabraut 37 dagsettar 5. desember 2002. 
·        Athugasemdir í þremur liðum og undirskriftarlisti með 29 nöfnum 
·        Mótmæli vegna uppsöfnunar moldarhaugs sunnan við sundlaugina –
Björn J. Sighvats 

·        Breytingartillögur undirritaðar af Guðjóni Ingimundarsyni, Sigurjóni Gestssyni, Guðmundi Jenssyni og Kára Steinssyni dagsettar 26. nóvember 2002. 
Athugasemdir ræddar efnislega. Fyrir fundinum lágu eftirfarandi gögn, Umsögn Fornleifaverndar ríkisins, bréf frá Stoð ehf, Braga Þór Haraldssyni varðandi skuggamyndun frá fyrirhugaðri jarðvegsmön og bréf frá stjórn UMSS, frjálsíþróttaráði UMSS og frjálsíþróttadeild Tindastóls. Afgreiðslu frestað. 
  1. Önnur mál. – engin
           Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 1755  
                                                        Jón Örn Berndsen  ritari fundargerðar