Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

11. fundur 20. nóvember 2002
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  11 - 20.11.2002
 Ár 2002, miðvikudaginn 20. nóvember kl.1315 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. 
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, og Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi. 
Dagskrá:
                1.      Aðalskipulag Skagafjarðar
  
             2.      Glaumbær – Prestbúsaður, byggingarleyfisumsókn
  
             3.      Önnur mál. 
Afgreiðslur: 
  1. Aðalskipulag Skagafjarðar – Á fundinn mætti  Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt vegna vinnu við gerð aðalskipulags fyrir Sveitarfélagið Þráðurinn var tekinn upp þar sem frá var horfið á síðasta fundi og áfram unnið í  4 kafla í aðalskipulagstillögunni.
  1. Glaumbær, Prestbúsaður, byggingarleyfisumsókn. Fyrir liggur byggingarleyfisumsókn fyrir Prestbústað í Glaumbæ undirrituð af Braga Þór Haraldssyni hjá Stoð ehf á Sauðárkróki fh. Prestsetrasjóðs. Leitað var álits  Skipulagsstofnunar á erindinu og óskað eftir afgreiðslu hennar skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlagna nr. 73/1997 m.s.br..  Afreiðsla Skipulagsstofnunar liggur nú fyrir á þann veg að gera þurfi deiliskipulag af svæðinu.Einnig lá fyrir umsögn Þórs Hjaltalín minjavarðar Norðurlands-vestra sem ekki gerði athugasemdir varðandi fyrirhugaðan byggingarreit.
Afgreiðslu byggingarleyfisumsóknarinnar er frestað þar til fyrir liggur deiliskipulag. 
  1. Önnur mál. - engin

                    Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
                    Fundi slitið kl.16.41
 Jón Örn Berndsen  ritari fundargerðar