Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

10. fundur 12. nóvember 2002
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  10 - 12.11.2002
 Ár 2002, þriðjudaginn 12. nóvember kl.800 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.           
Mætt voru:
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson,
og Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi.
 
Dagskrá:
                1.      Skipulagsmál / Skipulagsþing
  
             2.      Aðalskipulag Skagafjarðar
  
             3.      Önnur mál. 
Afgreiðslur: 
  1. Skipulagsmál / Skipulagsþing – Jón Örn gerði grein fyrir Skipulagsþingi 2002 sem haldið var í Reykjavík 8. og 9. nóvember sl.
  1. Aðalskipulag Skagafjarðar – Á fundinn mætti nú Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt vegna vinnu við gerð aðalskipulags fyrir Sveitarfélagið. Farið var yfir tímaáætlun og verkferilinn framundan. Þá var farið í 4 kaflann í aðalskipulagstillögunni, kaflan um markmiðin, þau yfirfarin og skoðuð hvert fyrir sig. Staðnæmst var við kafla 4.3.6 um atvinnuvegina og þar verður þráðurinn tekinn upp á næsta fundi.
  1. Önnur mál. Gunnar Bragi Sveinsson lagði fram eftirfarandi tillögu. “ Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela tæknideild að merkja með viðeigandi hætti göturnar Hásæti og Forsæti.”  Tillagan samþykkt.
         Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 1230   
                                      Jón Örn Berndsen
                                     
ritari fundargerðar