Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

9. fundur 29. október 2002
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  9 - 29.10.2002
     Ár 2002, þriðjudaginn 29. október kl.800 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.           
    Mætt voru:
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Einar Einarson, Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi og Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður tæknideildar.
 
Dagskrá:
            1.      Hásæti 2 – byggingarleyfi – Búhöldar
  
         2.      Þjónusbýli úr landi Árgerðis í Sæmundarhlíð. Lögbýlisstofnun -
                  Friðbjörn Jónsson
  
         3.      Umferðarhraði í Suðurgötu – undirskriftarlisti
  
         4.      Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki – viðbygging -byggingarleyfi
  
         5.      Sandfell í Unadal, byggingarleyfi.
  
         6.      Félagsbúið Gil – stækkun á fjósi
  
         7.      Gilstún 32 – byggingarleyfi – Ómar Bragi Stefánsson
  
         8.      Aðalskipulag Skagafjarðar
  
         9.      Önnur mál. 
Afgreiðslur: 
  1. Hásæti 2 – byggingarleyfi – Búhöldar hsf. Sauðárkróki – Ólafur Þorbergsson fh. Búhölda hsf. sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni. Meðfylgjandi uppdrættir eru unnir af Almennu verkfræðistofunni ehf. á Akranesi, Jóhannsei Ingibjartssyni. Erindið samþykkt.
  1. Þjónusbýli úr landi Árgerðis í Sæmundarhlíð. Anna Þórunn Egonsdóttir og Friðbjörn H. Jónsson óska eftir samþykki til að stofna þjónustubýli á landi sínu úr landi Árgerðis í Sæmundarhlíð í Skagafirði. Einnig óska þau heimildar til að nefna býlið Stekkjardali. Nefndin samþykkri erindið. Fyrir liggur samþykki jarðarnefndar, umsögn héraðsráðunauts, þinglýst eignarheimild ásamt hnitsettri yfirlits- og afstöðumynd. Bent er á að nafngift býlisins þarfnast staðfestingu örnefnanefndar og erindið þarfnast staðfestingar Landbúnaðarráðuneytis eftir samþykkt sveitarstjórnar.
  1. Umferðarhraði í Suðurgötu – undirskriftarlisti. Fyrir liggur undirskriftarlisti sem á hafa ritað nöfn sín 25 íbúar við Suðurgötu. Þar er áhyggjum lýst vegna meints hraðaksturs í Suðurgötunni og óskað eftir að sveitarstjórn geri breytingar sem leiði til hægari umferðar um götuna. Samþykkt að óska eftir áliti lögregluyfirvalda á erindinu.
  1. Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki – viðbygging –byggingarleyfi. Framkvæmdasýsla ríkisins / Jón H. Gestsson fh. heilbrigðis- og tryggingarráðuneytisins sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru unnir af Árna Ragnarssyni arkitekt á Sauðárkróki og dagsettir í september 2002. Erindið samþykkt.
  1. Sandfell í Unadal. Hrefna Óttarsdóttir og Þorbjörn R. Steingrímsson óska heimildar til að flytja geymsluhúsnæði úr landi Grafargerðis á byggingarreit í Sandfelli.  Húsið er stálgrindarhús og verður reist samkvæmt sömu teikningum og fylgdu húsinu þegar það var reist í Grafargerði. Fyrir liggur samþykki fyrri eiganda og einnig umsögn Skipulagsstofnunar. Erindið samþykkt.
  1. Félagsbúið Gil – stækkun á fjósi Ómar Jensson sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á fjósi að Gili samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum frá Byggingarþjónustu Bændasamtaka Íslands, Magnúsi Sigsteinssyni. Teikningar dagsettar 18. júní 2002 og breytingar 10. september 2002. Erindið samþykkt.
  1. Gilstún 32 – byggingarleyfi – Ómar Bragi Stefánsson á Sauðárkróki sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóðinni Gilstún 32 Sauðárkróki. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Sveini Ívarssyni arkitekt og eru dagsettir 1. september 2002. Erindið samþykkt
Fundi var nú frestað til kl. 1030 og þá framhaldið í húsnæði Kaffi Króks að Aðalgötu 16. Þá höfðu bæst í hóp fundarmanna Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri og Hallgrímur Ingólfsson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.
Nú var aftur gengið til dagskrár og tekin fyrir 8. liður sem var tillaga að Aðalskipulagi Skagafjarðar, tillaga 2.
            Kl. 12 vék Einar Einarsson af fundi og inn kom Gunnar Bragi Sveinsson. 
  1. Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt fór yfir og gerði grein fyrir 2. tillögu ráðgjafa Sveitarfélagsins að Aðalskipulagi fyrir Skagafjörð. Tillagan var tilbúin í maí sl. en er nú tekin til umræðu hjá nýrri skipulags- og byggingarnefnd. Árni gerði grein fyrir helstu þáttum tillögunnar og svaraði fyrirspurnum.
  1. Önnur mál. – Engin
                    Fleira ekki fyrir tekið,  fundargerð upplesin og samþykkt.
                    Fundi slitið kl. 14.3o.

Jón Örn Berndsen  ritari fundargerðar