Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

8. fundur 09. október 2002
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  8 - 09.10.2002
 Ár 2002, miðvikudaginn 9. október kl.800 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Mætt voru:   
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi og Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður tæknideildar.
 
Dagskrá:
1.      Keldudalur – frístundahús – byggingarleyfisumsókn
2.      Brúnastaðir í Fljótum – fjölnotahús – byggingarleyfisumsókn
3.      Hásæti – bréf Búhölda
4.      Barmahlíð 5 Sauðárkróki – bréf
5.      Stóragerði – landskipti
6.      Aðalgata 23 Sauðárkróki – lóð
7.      Bær á Höfðaströnd – landskipti
8.      Íþróttaleikvangurinn við Skagfirðingabraut – skipulagstillaga
9.      Aðalskipulag Skagafjarðar
10.  Landsfundur félags byggingarfulltrúa
11.  Önnur mál. 

Afgreiðslur: 
  1. Keldudalur. Þórarinn Leifsson og Guðrún Lárusdóttir í Keldudal sækja um byggingarleyfi fyrir frístunda- og gestahúsi á landi sínu í Keldudal.  Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru unnir af  teiknistofunni Torginu, Þorsteini Friðþjófssyni byggingartæknifræðing. Aðaluppdrættir eru dagsettir 26. ágúst og breytt 4. september 2002. Afstöuuppdráttur er unnin af Hjalta Þórðarsyni Hólum í Hjaltadal. Vega þessa máls liggur fyrir umsögn frá Fornleifavernd ríkisins, Þór Hjaltalín minjaverði í Glaumbæ þar sem fallist er á framkvæmdina og gerð grein fyrir að vetvangsrannsókn vegna fornminja í hússtæðinu sé lokið. Erindið er samþykkt.
  1. Brúnastaðir í Fljótum. Jóhannes H. Ríkharðsson ábúandi á Brúnastöðum sækir um byggingarleyfi fyrir gripa- og aðstöðuhúsi sem byggja á að Brúnastöðum. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru unnir af Byggingarþjónustu Bændasamtaka Íslands, Magnúsi Sigsteinssyni. Aðaluppdrættir eru dagsettir 10. september og breytt 4. október 2002. Fyrir liggur samþykki Landbúnaðarráðuneytisins,landeigenda. Erindið er samþykkt.
  1. Hásæti – bréf Búhölda varðandi gatna- og gangstéttagerð í Hásæti tekið fyrir. Þar óska íbúar austan götunar allir eftir því að þversniði götunnar verði breytt. Gangstétt sleppt og þess í stað malbikað um 5 metra svæði inn að húsunum frá niðurfallalínu í götunni. Samþykt að verða við erindinu. Gunnar Bragi óskar bókað. “ Ég get ekki samþykkt erindið þar sem ekki er gert ráð fyrir að gangandi vegfarendur geti athafnað sig á öruggan hátt. Þá er verið að hverfa frá þeirri stefnu sem viðhöfð hefur verið við frágang gatna á Sauðárkróki. Ég tel samþykktina fordæmisgefandi og illa ígrundaða.”
  1. Barmahlíð 5, Sauðárkróki. Jón Þór Bjarnason og Svanhildur Guðmundsdóttir, Barmahlíð 5, óska  eftir að núverandi aðkomu að húsinu að sunnan verði lokað og aðkoma að húsinu verði gerð norðanfrá, frá Sauðárhlíð.  Nefndin hafnar því að heimila aðkomu að húsinu úr Sauðárhlíð. Rök nefndarinnar eru þau að heimila ekki aðkomur að íbúðarhúsum beint af stofnbrautum. Bent er á að fjölgun á innkeyrslum inn á þær hafi í för með sér minkandi umferðaröryggi. Ítrekað er að aðkomu sunnanfrá má laga og bréfriturum hefur verið boðið upp á það eins og öðrum íbúum sem við þessar aðstæður búa.
  1. Stóragerði – landskipti. Landeigendur, Gunnar Þórðarson kt. 041248-4169 og Sigurmon Þórarson kt. 221055-2339  óska heimildar til að afsala 0,19 ha landspildu til Páls Þórðarsonar kt. 180747-4439. Landspildan er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem unninn er af Hjalta Þórðarsyni Hólum í Hjaltadal í júlí 2002. Umrædd landspilda er um þegar byggt hús sem þarna hefur verið frá 1993 en ekki verið úthlutað lóð.  Fyrir liggur jákvæð umsögn jarðanefndar. Erindið samþykkt.
  1. Aðalgata 23 Sauðárkróki. Jóhann Svavarsson fh. Villa Nova ehf. óskar eftir að lóð tilheyrandi Villa Nova Aðalgötu 23 verði tekin til endurskoðunar. Tæknideild falið að vinna málið og leggja aftur fyrir nefndina.
  1. Bær á Höfðaströnd – Reynir Gíslason Bæ óskar heimildar til að gera tvær íbúðir í íbúðarhúsinu á Bæ.  Meðfylgjandi eru uppdrættir gerðir af Reyni sjálfum. Fallist er á að skipta húsinu upp í tvo eignarhluta samkvæmt þeim uppdráttum. Lóð þarf að afmarka fyrir húsið og er byggingarfulltrúa falið að gera Reyni grein fyrir því.
  1. Íþróttaleikvangurinn við Skagfirðingabraut – Deiliskipulagstillaga. Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi íþróttasvæðisins á Sauðárkróki unnin af Árna Ragnarssyni skipulagsarkitekt í september 2002. Skipulagssvæðið afmarkast að norðan af Flæðum, götu norðan við sundlaugarhús, af Skagfirðingabraut að austan, lóð Árskóla að sunnan og að vestan af Nöfunum. Brekkurnar neðan við þær eru innan svæðisins og það tengist útivistarsvæðinu ofan við Nafir, um Grænuklauf, Grjótklauf og Sauðárgil. Það er um 8 ha að stærð. Tillagan gerir ráð fyrir frjálsíþróttavelli og þremur knattspyrnuvöllum samkvæmt stöðlum. Þrír byggingarreitir eru á svæðinu fyrir vallar- og tækjahús og stækkun sundlaugar. Gert er ráð fyrir jarðvegsmön norðan íþróttavalarins og lægri að austanverðu.  Nefndin samþykkir deiliskipulagstillöguna og að fengnu samþykki sveitarstjórnar verður hún auglýst samkvæmt  18. gr. skipulags- og byggingarlaga.
  1. Aðalskipulag Skagafjarðar – Vinna við gerð Aðalskipulags Skagafjarðar hefur staðið yfir frá miðju ári 2001. Samið var við Lendisskipulag ehf. Árna Ragnarsson og Pál Zophaníasson um vinnu við gerð Aðalskipulagsins. 2. tillaga ráðgjafana að Aðalskipulagi liggur fyrir og er frá í maí sl. Tillagan  og greinargerð með henni  afhent nefndarmönnum.
  1. Landsfundur félags byggingarfulltrúa – Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir helstu málum fundarins, sem haldinn var í Reykholti í Borgarfirði dagana 26. og 27. september sl.
  1. Önnur mál. – Rætt um brunavarnaráætlun Brunavarna Skagafjarðar sem lögð var fram á fundinum.
                        Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og smþykkt.
                        Fundi slitið kl. 1007   

                                                        Jón Örn Berndsen
                                                       
ritari fundargerðar