Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

2. fundur 01. júlí 2002
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 2 - 01.07.2002
 Ár 2002, mánuudaginn 1. júlí kl.815 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.           
Mætt voru:
Bjarni Maronsson, Grétar Steinþórsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri 

Dagskrá: 
1.      Langamýri – byggingarleyfisumsókn v. Breytinga
2.      Gil – Fjósstækkun og breytingar - byggingarleyfisumsókn
3.      Hyrna – loðdýrabú – aðstöðuhús Sigmundur Sigurðsson Héraðsdal
4.      Garður í Hegranesi umsókn um byggingarleyfi -Þórunn Jónsdóttir
5.      Bréf Einars Sigtryggssonar fh. Raðhúsa hf.
6.      Víðimelur Umferðarskilti – Sveinn Árnason
7.      Búðatunga Fljótum – byggingarleyfi
8.      Hólavegur 10 viðbygging - Sólborg Bjarnadóttir
9.      Bréf Guðlaugs Einarssson Furuhlíð 2
10.  Bréf Svölu Jónsdóttir Háuhlíð 8
11.  Bréf Sigurjóns Sæmundssonar Siglufirði
12.  Bréf Ingimars Jóhanssonar Sauðárkróki
13.  Önnur mál.
           
Afgreiðslur: 
  1. Langamýri – byggingarleyfisumsókn. Gísli Gunnarssons formaður Löngumýrar-
    nefndar sækir um byggingarleyfi fyrir fundarsal og fjölnota þjónusturými við
    fræðslu- og kyrrðarsetur kirkjunnar að Löngumýri. Meðfylgjandi aðaluppdrættir
    eru unnir af AT4 arkitektar Ragnari Ólafssyni Ingólfsstræti 5 Reykjavík. Þær
    byggingar sem hér er sótt um byggingarleyfi fyrir eru um 202 m2 að brúttóflatarmáli
    og um 786 m3. Erindið samþykkt
  1. Gil – Fjósstækkun og breytingar – byggingarleyfisumsókn. Ólafur E. Friðriksson á Sauðárkróki fh. Jens B. Guðmundssonar á Gili sækir um byggingarleyfi vegna
    breytinga og stækkunar á fjósinu að Gili. Aðaluppdrættir af breytingunum eru unnir
    af Byggingarþjónustu Bændasamtaka Íslands, Magnúsi Sigsteinssyni. Teikningar
    dagsettar 27. maí og breytt 18. júní 2002. Erindið samþykkt.
  1. Hyrna – loðdýrabú – aðstöðuhús. Sigmundur Sigurðsson Héraðsdal óskar
    endurnýjunar á byggingarleyfi fyrir aðstöðuhús við loðdýrabú sitt að Hyrnu.
    Byggingarleyfi var áður veitt í ágúst 1996 og sökklar hafa verið byggðir.
    Aðaluppdrættir eru unnir af Byggingarþjónustu Bændasamtaka Íslands, Magnúsi Sigsteinssyni. Teikningar dagsettar í júlí 1996. Erindið samþykkt.
  1. Garður í Hegranesi - Þórunn Jónsdóttir Garði  sækir um byggingarleyfi fyrir
    íbúaðrhús á lóð Sigfríðar Sigurjónsdóttur og Sigurbjörns. H. Magnússonar úr
    landi Garðs. Fyrir liggur samþykki þeirra. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru unnir
    af Teiknistofunni Torginu, Þorsteini Friðþjófssyni byggingartæknifræðingi og eru
    dagsettir 8. maí 2002. Erindið samþykkt.
  1. Bréf Einars Sigtryggssonar fh. Raðhúsa hf dagsett 19. júní 2002 lagt fram. Erindið
    er stílað á Umhverfis- og tækniráð og Sveitarfélagið Skagafjörð. Meðfylgjandi bréfi
    Einars er uppdráttur unnin af Gunnari S. Einarssyni byggingarfræðingi og er dagsettur
    12. maí 2002.  Erindið lagt fram til kynningar.
  1. Víðimelur umferðarskilti – Sveinn Árnason óskar heimildar til að setja umferðarskilti, hraðatakmarkandi skilti, við aðkomuna inn á orlofshúsasvæðið í Víðimelslandi. Meðfylgjandi erindi Sveins eru tilmæli Sýslumanns um að leyfið verði veitt.
    Tæknideild falið að staðsetja merkið.
  1. Búðatunga Fljótum – Björn Z. Ásgrímsson og Guðbrandur J. Ólafsson óska eftir byggingarleyfi fyrir frístundahús á lóð sinni úr landi Hrauna I í Fljótum. Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir af Verkfræðistofu Suðurlands ehf. Erlingi Ingvarssyni
    tæknifræðingi. Upppdrættir dagsettir í júní 2002.  Erindið samþykkt.
  1. Hólavegur 10 viðbygging - Sólborg Bjarnadóttir Hólavegi 10 sækir um
    byggingarleyfi fyrir stækkun á forstofu við íbúð sína að Hólavegi 10. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Gunnari S. Einarssyni byggingarfræðing, dagsettir
    22. maí 2002. Erindið samþykkt.
  1. Bréf Guðlaugs Einarssson Furuhlíð 2, f.h Elinns ehf dagsett 14. júní sl. lagt fram.
    Þar er óskað eftir geymslusvæði fyrir gáma og timbur. Nefndin samþykkir að
    tæknideild verði falið að kanna kostnað við afgirt geymslusvæði og áhuga á
    nýtingu þess hjá fyrirtækjum og verktökum í Sveitarfélaginu.
  1. Bréf Svölu Jónsdóttir Háuhlíð 8 Sauðárkróki, dagsett 3. júní 2002 lagt fram.
    Bréfið varðar lokun á aðkomu að sumarhúsi Svölu við Miklavatn í Fljótum.
    Byggingarfulltrúi hafði óskað álits Gunnars Guðmundssonar hjá Vegagerðinni á
    Sauðárkróki á málinu og liggur fyrir svar hans. Nefndin tekur undir álit
    Vegagerðarinnar um að óheimilt sé að loka veginum með þessum hætti.
  1. Bréf Sigurjóns Sæmundssonar Siglufirði dagsett 16.06.2002 lagt fram.
    Það varðar sama mál og í lið 10 og er vísað til bókunar þess liðar.
  1. Bréf Ingimars Jóhanssonar Sauðárkróki varðandi staðsetningu á minnisvarða
    um Herselíu Sveinsdóttur á lóð Sveitarfélagsins við Steinstaðaskóla lagt fram og
    samþykkt.
  2. Önnur mál.
  •     Hólar í Hjaltadal – reiðskemma – byggingarfulltrúi fór yfir málið, en hann hefur
        veitt graftrarleyfi fyrir húsinu. Nefndin gerir ekki athugasemdir við þá afgreiðslu.
             Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.
                                Fundi slitið kl. 1112

                                      
Jón Örn Berndsen ritari fundargerðar