Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

11. fundur 02. febrúar 2012 kl. 17:00 - 20:00 í Varmahlíðarskóla
Nefndarmenn
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Sigríður Svavarsdóttir aðalm.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Agnar Gunnarsson oddviti Akrahrepps
  • Þorleifur Hólmsteinsson fulltrúi Akrahrepps
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir Sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Dagskrá
Ágúst Ólason skólastjóri Varmahlíðarskóla og umsjónarmaður íþróttamiðstöðvar í Varmahlíð sat fundinn undir dagskrárliðum 1. 2. og 3., og Monika S. Borgarsdóttir, vaktstjóri íþróttamannvirkja í Varmahlíð sat fundinn undir dagskrárlið 1. og 2.

Guðmundur Þór Guðmundsson starfsmaður eignasjóðs hjá Sv. Skagafirði sat allan fundinn.

1.Afgreiðslutími sundlauga 2012

Málsnúmer 1201153Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um opnunartíma í íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð fram á sumar. Tilllögur um nýjan opnunartíma samþykktar til og með 31.maí 2012, sumartími óbreyttur en jafnframt samþykkt að vetraropnunartími fyrir haustið 2012 verði endurskoðaður.

2.Aðsókn í sundlaugar árið 2011

Málsnúmer 1201056Vakta málsnúmer

Farið yfir afgreiðslutölur sundlaugar í Varmahlíð. Samþykkt að biðja um nákvæmari talningu sundlaugagesta.

3.Flutningur leikskóla í grunnskólann

Málsnúmer 1112269Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála varðandi skoðun á sameiningu leik-og grunnskóla.

4.Endurbætur á skólastjórabústað

Málsnúmer 1112268Vakta málsnúmer

Endurbótum á Laugavegi 17 í Varmahlíð er lokið að innanverðu. Ákveðið að mála hús að utan, lagfæra þakskegg og mála þak á árinu 2012.

5.Sala húsnæðis í Varmahlíð

Málsnúmer 1112270Vakta málsnúmer

Umræður um húsnæði í Varmahlíð

Í lok fundar fóru fundarmenn og skoðuðu Laugaveg 17.

Fundi slitið - kl. 20:00.