Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

8. fundur 31. janúar 2000

SAMSTARFSNEFND AKRAHREPPS OG SVEITARFÉLAGSINS SKAGAFJARÐAR

FUNDUR 31.01.2000

 

            Mánudaginn 31. janúar árið 2000 var fundur haldinn í Samstarfsnefnd Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

            Á fundinn voru mætt: Gísli Gunnarsson, Herdís Sæmundardóttir, Páll Dagbjartsson, Agnar Gunnarsson og Þorleifur Hólmsteinsson.  Auk þeirra Snorri Björn Sigurðsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Bréf frá Varmahlíðarskóla.
  2. Hugmynd að þjónustusamningi milli rekstrarnefndar og Varmahlíðarskóla.
  3. Náttúrugripasafn.
  4. Framkvæmdir við Varmahlíðarskóla.
  5. Stofnskrá Byggðasafns Skagfirðinga og söfnunarstefna.
  6. Fjárhagsáætlun 2000.
  7. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Lagt fram bréf frá Varmahlíðarskóla dags. 20. jan. sl. undirritað af Páli Dagbjartssyni.  Í bréfinu er þess farið á leit að liðurinn viðhald áhalda og tækja hjá Varmahlíðarskóla verði hækkaður um kr. 500.000.  Er það vegna þess að óskir eru um að endurnýja tölvubúnað í skólanum fyrir eina milljón króna.  Helming þeirrar upphæðar er fyrirhuguð að ná með því að spara á rekstrarliðum skólans.  Undir þessum lið var einnig lagt fram bréf frá skólamálastjóra um sama efni dags. 26. jan. sl. Samþykkt að liðurinn viðhald áhalda og tækja hækki um 500.000 eins og óskað er eftir.

2. Lögð fram hugmynd að þjónustusamningi á milli rekstrarnefndar og Varmahlíðarskóla.  Eru þessi drög dags. 25. janúar 2000 og undirrituð af Rúnari Vífilssyni.  Málið rætt lítillega og síðan frestað.

3. Rætt um málefni Náttúrugripasafns í Varmahlíð en Kristján Stefánsson sem er umsjónarmaður safnsins hefur bent á að á fjárhagsáætlun ársins 1999 var ekki gert ráð fyrir nægum fjármunum til rekstrarins.  Snorra falið að ræða við Kristján  Stefánsson um stöðu máls.

4. Rætt um stöðu mála varðandi innanhúsbreytingar í Varmahlíðarskóla.  Búið er að rífa þá innveggi sem rífa á en teikningar frá arkitekt að breytingum hafa ekki borist.

5. Stofnskrá Byggðasafns Skagfirðinga og söfnunarstefnan lagðar fram.

6. Farið yfir fjárhagsáætlun ársins 2000.

7. Önnur mál engin.

 

Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Snorri Björn Sigurðsson

Agnar H. Gunnarsson

Þorleifur Hólmsteinsson

Gísli Gunnarsson

Herdís Á. Sæmundardóttir