Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

7. fundur 27. desember 1999

SAMSTARFSNEFND AKRAHREPPS OG SVEITARFÉLAGSINS SKAGAFJARÐAR

FUNDUR 27.12.1999

 

            Mánudaginn 27. desember árið 1999 var haldinn fundur í Samstarfsnefnd Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

            Á fundinn voru mætt:  Gísli Gunnarsson, Herdís Sæmundardóttir, Páll Dagbjartsson, Broddi Björnsson, Agnar Gunnarsson, Rúnar Vífilsson og Snorri Björn Sigurðsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Samkomulag um rekstur Varmahlíðarskóla, Tónlistarskóla Skagafjarðar og leikskólans Birkilundar.
  2. Fjárhagsáætlun 2000 vegna Varmahlíðarskóla, Íþróttamiðstöðvar, leikskólans Birkilundar og Tónlistarskóla Skagafjarðar.
  3. Gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar.
  4. Samstarfssamningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps.
  5. Stofnskrá Byggðasafns Skagfirðinga og söfnunarstefna.
  6. Önnur mál.
    a)      Sala kjallara Norðurbrúnar 9.
    b)      Svæðisskipulag.
    c)      Opnunartími póstafgreiðslu í Varmahlíð.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Samkomulagið lagt fram og það undirritað að gerðum breytingum.  Er samkomulagið í 12. greinum og dags. 27. desember.

2. Páll Dagbjartsson kynnti fjárhagsáætlun um rekstur Varmahlíðarskóla árið 2000 svo og fjárhagsáætlun um rekstur íþróttamiðstöðvarinnar í Varmahlíð árið 2000.  Einnig kynnti hann óskir um stofnframkvæmdir.  Þá lagði skólamálastjóri fram fjárhagsáætlun leikskólans Birkilundar árið 2000 svo og fjárhagsáætlun Tónlistarskóla Skagafjarðar árið 2000.  Voru fjárhagsáætlanirnar samþykktar að gerðum nokkrum breytingum.  Vísast hér um til fundargerðarbókar rekstrarnefndar.  Undir þessum lið urðu nokkrar umræður um hvernig staðið skuli að framkvæmdum við Varmahlíðarskóla þ.e.a.s. hvort og þá hvernig tæknideild sveitarfélagsins komi að framkvæmdum. 

Nú véku Páll og Rúnar af fundi.

3. Lögð fram ný samþykkt gjaldskrá Tónlistarskóla Skagafjarðar.  Einnig bréf frá Rögnvaldi Ólafssyni í Flugumýrarhvammi varðandi gjaldskrárhækkunina.  Er bréfið dags. 5. des. sl.

4. Lagður fram og undirritaður samstarfssamningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps.  Er samningurinn 9 greinar og dags. 9. nóv. 1999.  Samningurinn hefur verið staðfestur af sveitarstjórnum beggja sveitarfélaganna.

5. Lögð fram stofnskrá Byggðasafns Skagfirðinga svo og söfnunarstefna safnsins.  Undirritun frestað til næsta fundar.

6. Önnur mál.
a)      Spurst var fyrir um hvað liði afgreiðslu hreppsnefndar Akrahrepps á kaupsamningi vegna Norðurbrúnar 9.  Broddi tilk. að hann hefði nýverið frétt að þegar hefði verið greitt inn á kaupsamninginn.  Í ljósi þess sæi hann ekki ástæðu til að aðhafast frekar í málinu.  Verður því samningurinn samþykktur eins og hann liggur fyrir.

b)      Upplýst að báðum sveitarfélögum er skylt að tilnefna tvo fulltrúa í nefnd um svæðisskipulag.

c)      Lagt fram bréf sem sent hefur verið Íslandspósti þar sem mótmælt er skertri þjónustu pósthússins í Varmahlíð.

 

Fundi slitið.

 

                        Snorri Björn Sigurðsson, ritari.