Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

3. fundur 30. júní 1999

SAMSTARFSNEFND AKRAHREPPS OG SVEITARFÉLAGSINS SKAGAFJARÐAR

FUNDUR 30.06.1999

 

Miðvikudaginn 30. júní, árið 1999, var haldinn fundur oddvita sveitarstjórnar Akrahrepps og forseta sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Auk þeirra voru á fundinum skólastjóri Varmahlíðarskóla Páll Dagbjartson, Agnar Gunnarsson hreppsnefndarmaður í Akrahreppi og Snorri  Björn Sigurðsson, sveitarstjóri í Skagafirði.

 

DAGSKRÁ:

  1. Samningur um framkvæmdir og rekstur Varmahlíðarskóla
  2. Samningur um framkvæmdir og rekstur leikskólans Birkilundar
  3. Fjárhagsáætlun Varmahlíðarskóla
  4. Rekstur skólans í ár
  5. Hvannahlíð
  6. Upptökusvæði Varmahlíðarskóla
  7. Greiðslur félagsmálaráðuneytis vegna fatlaðra nemenda
  8. Málverk af frumkvöðlum skólastarfs í Varmahlíð
  9. Kjaramál skólastjóra

 

AFGREIÐSLUR:

1. Fram kom að sveitarstjórn Skagafjarðar hefur samþykkt samninginn en sveitarstjórn Akrahrepps óskaði eftir því að viðhald húsa og búnaðar verði fært undir rekstur.

Eru aðilar sammála um að endurskoða samninginn um næstu áramót hvað ofan greind atriði varðar.

Var samningurinn að svo búnu undirritaður.

 

2. Fram kom að báðar sveitastjórnir hafa samþykkt samning um framkvæmdir og rekstur leikskólans  Bikilundar.

Var samningurinn undirritaður

 

3. Skólastjóri gerði grein fyrir að hann hefði ekki fengið senda fjárhagsáætlun vegna ársins 1999 og hefði hann því ekki getað haft fjárhagsáætlun til hliðsjónar. Var rekstrarnefdin sammála um að gera þyrfti úrbætur hvað þetta varðar, þannig að boðleiðir yrðu skýrar

 

4. Skólastjóri fór fram á að fá senda útskrift á bókhaldi miðað við 1. júlí

 

5. Lagt fram bréf sem sent var Menntamálaráðuneytinu þ. 26. apríl s.l. Í bréfinu er gert tilboð í Hvannahlíð þ.e. 75% hluta ríkissjóðs í húseigninni að upphæð kr. 500.000.-

Hefur tilboðið verið samþykkt og rituðu aðilar undir kaupsamning þar að lútandi.

Skólastjóra falið  að auglýsa húsið til sölu þegar afsal hefur borist.

 

6. Skólastjóri vakti athygli á því að skilgreina þyrfti upptökusvæði Varmahlíðarskóla með tilliti til barna í Fljótum.

 

7. Rekstrarstjórn telur eðlilegt að greiðslur vegna fatlaðra nemenda Varmahlíðarskóla frá  Félagmálaráðuneyti renni til skólans.

 

8. Skv. ákvörðun oddvitanefndar í apríl ’98 var ákveðið að gerð skyldu málverk af Jóhanni  Lárusi Jóhannessyni og Halldóri Benediktssyni. Nú hefur Kristinn G. Jóhannesson gert málverkin og voru þau afhjúpuð við skólaslit nú í vor.

 

9. Skólastjóri gerði grein fyrir bréfi sem hann sendi sveitarstjóra Skagafjarðar s.l. haust um kjaramál sín. Sveitarstjóra falið að leita samninga við skólastjóra. Ákveðið að reynt verði að afgreiða málið á næsta fundi.

 

Fleira ekki gert.  Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Snorri Björn Sigurðsson, ritari

Gísli Gunnarsson

Páll Dagbjartsson

Agnar H. Gunnarsson

Broddi Björnsson