Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

1. fundur 22. janúar 1999

FUNDUR SAMST.NEFNDAR AKRAHREPPS OG SV.FÉL. SKAGAFJARÐAR

 

            Föstudaginn 22. janúar 1999, var haldinn fundur samstarfsnefndar sveitastjórna Akrahrepps og sveitarfélagsins Skagafjarðar.  Einnig voru á fundinum skólastjóri Varmahlíðarskóla, skólamálastjóri Skagafjarðar og Magnús Sigurjónsson frá “gömlu” héraðsnefndinni.  Mættir voru undirritaðir.  Fundarritari, Rúnar Vífilsson.

 

1. Magnús kynnti þau mál sem fóru áður í gegnum Héraðsnefndina og framreikning á þeim málaflokkum fyrir árið 1999.

2. Fulltrúar Skagafjarðar kynntu hugmyndir að samkomulagi milli Akrahrepps og Skagafjarðar um rekstur Varmahlíðarskóla og leikskólans Hvannahlíðar.  Þar er gengið út frá þeim hugmyndum sem ræddar höfðu verið að yfirstjórnin væri tvískipt, annars vegar rekstrarstjórn um fjárhagsleg málefni og hinsvegar skólanefnd um fagleg málefni.  Rætt um ráðningar kennara.  Til hvaða stofnunar eru þeir ráðnir.  Nauðsynlegt að Varmahlíðarskóli hafi sína eigin kennitölu.  Rætt um að tvískipta samningnum, annarsvegar leikskólinn, en hinsvegar grunnskólinn.

3. Rætt um framkvæmdir við leikskólann í Varmahlíð og hvenær hann verði tekinn í notkun sem er alveg á næstunni.

4. Rætt um svæðisskipulag Skagafjarðar og framhald þess máls.  Aðilar eru sammála um að boða skipulagsnefndir og sveitarstjórnir til fundar um svæðisskipulagið.

5. Samþykkt að Skagafjörður tilnefni aðalmenn í Jarðanefnd Skagafjarðar og Akrahreppur tilnefni varamenn í sömu nefnd.

6. Rætt um þá málaflokka sem samstarf gæti orðið um á milli Skagafjarðar og Akrahrepps.

7. Rætt um hvernig Varmahlíðarskóli verði bókfærður.  Á að setja hann upp sem deild inni í reikningum Skagafjarðar eða færa hann sem sjálfstæða stofnun.  Ákveðið að fá endurskoðanda til leiðsagnar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

 

Snorri Björn Sigurðsson                                            Rúnar Vífilsson

Gísli Gunnarsson                                                       Magnús Sigurjónsson

Herdís Á. Sæmundard..                                             Páll Dagbjartsson

Broddi Björnsson

Agnar H. Gunnarsson