Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

32. fundur 19. nóvember 2015 kl. 13:00 - 14:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Agnar Halldór Gunnarsson fulltrúi Akrahrepps
  • Þorkell Gíslason fulltrúi Akrahrepps
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Málefni leikskóla í Varmahlíð

Málsnúmer 1510067Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála vegna smábarnadeildar við Leikskólann Birkilund. Lagðar fram teikningar og kostnaðaráætlun vegna breytinga við húsnæðið. Nefndin samþykkir framkomnar teikningar og kostnaðaráætlun. Áætlað er að húsnæðið verði tilbúið um áramót.

Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

2.Varmahlíðarskóli - húsbúnaður

Málsnúmer 1511151Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur um endurnýjun húsgagna samanber fundargerð síðasta fundar. Nefndin samþykkir að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar og skólastjóra Varmahlíðarskóla að kaupa húsgögn fyrir allt að krónur 6.000.000. Hlutur Sveitarfélagsins Skagafjarðar verði tekinn af framkvæmdalið vegna leikskóla/grunnskóla í Varmahlíð í fjárhagsáætlun ársins 2015.

3.Fjárhagsáætlun 2016 - þátttaka Akrahrepps

Málsnúmer 1511158Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að fjárhagsáætlun 2016.

Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Fundi slitið - kl. 14:15.