Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

27. fundur 14. nóvember 2014 kl. 15:00 - 16:50 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Agnar Halldór Gunnarsson fulltrúi Akrahrepps
  • Þorkell Gíslason fulltrúi Akrahrepps
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Indriði Þór Einarsson vék af fundi að fyrsta dagskrárlið loknum.

1.Varmahlíðarskóli - staða húsnæðismála

Málsnúmer 1411114Vakta málsnúmer

Kynntar voru hugmyndir að útfærslu Varmahlíðarskóla miðað við að leikskólinn flytti í grunnskólahúsnæðið. Nefndin samþykkir að óska eftir kostnaðarmati á þessum hugmyndum.

2.Fjárhagsáætlun Varmahlíðarskóla og Íþróttamiðstöðvar 2015

Málsnúmer 1408121Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að fjárhagsáæltlun fyrir Varmahlíðarskóla og Íþróttamiðstöðina. Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlögð drög.

3.Fjárhagsáætlun Birkilundur 2015

Málsnúmer 1408123Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að fjárhagsáæltlun fyrir leikskólann Birkilund. Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlögð drög.

4.Varmahlíðarskóli - vegna breytinga á fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 1411116Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir að keyptar verði gardínur á suðurhlið og sófar í vesturálmu þriðju hæðar fyrir allt að krónur 1.500.000.

Fundi slitið - kl. 16:50.