Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

19. fundur 06. maí 2013 kl. 13:30 - 14:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Sigríður Svavarsdóttir aðalm.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
  • Agnar Gunnarsson oddviti Akrahrepps
  • Þorleifur Hólmsteinsson fulltrúi Akrahrepps
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Dagskrá
Fundinn sat einnig Sigríður A. Jóhannsdóttir, mannauðsstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

1.Auglýsing eftir skólastjóra Varmahlíðarskóla

Málsnúmer 1304256Vakta málsnúmer

Lagðar fram 6 umsóknir um stöðu skólastjóra Varmahlíðarskóla. Meirihluti nefndarinnar, fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, samþykkja að leita til ráðningarstofu eftir umsögn og ráðleggingum um ráðningu í stöðuna. Fulltrúar Akrahrepps í nefndinni óska bókað að þeir séu á móti samþykkt meirihlutans.

2.Skólaakstur - útboð

Málsnúmer 1209235Vakta málsnúmer

Kynnt var útboð Sveitarfélagsins Skagafjarðar á skólaakstri og möguleikum á að Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur sameinist um útboð á leiðinni Hólar Varmahlíð.

Fundi slitið - kl. 14:45.