Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

01. júní 2006 kl. 16:00 í Varmahlíðarskóla

Samstarfsnefnd um rekstur Varmahlíðarskóla
Fundur haldinn í Varmahlíðarskóla 1. júní 2006 kl: 16:00
 
 
Mættir voru Ársæll Guðmundsson, Agnar Gunnarsson, Einar Einarsson, Gísli Gunnarsson, Páll Dagbjartsson, Þorleifur Hólmsteinsson og Rúnar Vífilsson.
 
Dagskrá
1. Umsókn um skólavist fyrir börn úr Akrahreppi í Varmahlíðarskóla.
2. Önnur mál.
 
 
1.      Umsókn um skólavist fyrir börn úr Akrahreppi í Varmahlíðarskóla.
Agnar gerði grein fyrir ákvörðun sem tekin hefur verið í Akrahreppi um að halda ekki áfram skólahaldi við Akraskóla næsta vetur, en sækja þess í stað um fyrir börnin 25 í Varmahlíðarskóla.
 
Páll sagði að þessi breyting þýddi fjölgun um eina bekkjardeild ásamt fjölgun nemenda í öðrum bekkjum.  Um fjölgun stöðugilda við skólann áætlar hann að bæta þurfi við 60#PR stöðu í mötuneyti, einu stöðugildi skólaliða og einu og hálfu stöðugildi kennara (en þar hefur þörf stuðningskennslu áhrif en hún liggur ekki fyrir), ásamt því að starf ritara fari úr 80#PR í 100#PR.  Raunveruleg kostnaðar aukning fyrir skólann liggur ekki fyrir.
 
Fundarmenn tóku vel í erindið og var samþykkt að fulltrúar sveitarfélaganna hittist og gerðu nýjan samning eftir að fulltrúar Akrahrepps hafa fengið svör frá Jöfnunarsjóði Sveitarfélaga um viðbótargreiðslur vegna niðurlagningar skólans.
 
Jafnframt var samþykkt að Páll Dagbjartsson léti kennara, sem sækja um úr Akrahreppi, sitja fyrir við ráðningu í störf við skólann núna, vegna barnanna sem þaðan koma en aðlögun þeirra að þessari breytingu er í lágmarki.
 
Önnur mál.
Agnar minnti á áður framlagðar hugmyndir sínar um að komið yrði upp vatnsrennibraut við Sundlaugina í Varmahlíð.
 
Fundarmenn þökkuðu svo hverjum öðrum samstarfið síðustu fjögur árin.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið.