Fara í efni

Samstarfsnefnd með Akrahreppi

04. október 2004 kl. 12:30 - 14:19 Varmahlíðarskóli

Samstarfsnefnd sveitarfélaga í Skagafirði

 
Ár 2004, þriðjudaginn 04. október, kom Samstarfsnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps saman til fundar í Varmahlíðarskóla kl.12:30
Mætt voru: Agnar Gunnarsson, Gísli Gunnarsson, Þorleifur Hólmsteinsson,

Gunnar Bragi Sveinsson og Ársæll Guðmundsson. Rúnar Vífilsson og Páll Dagbjartsson sátu einnig fundinn.
 
Dagskrá:
Skólamál
1.      Rekstraryfirlit Varmahlíðarskóla fyrstu átta mánuði ársins.
2.      Rekstraryfirlit Íþróttaviðstöðvarinnar í Varmahlíð.
3.      Sjónarhóll.
4.      Náttúrugripasafn Skagafjarðar..
5.      Afmæli Varmahlíðarskóla – 30 ár.
6.      Leikskólinn Birkilundur.
Menningarmál
7.      Menningarhúsið Miðgarður.
           
Afgreiðslur:
 
Skólamál
 
1.  Yfirlit yfir rekstur Varmahlíðarskóla fyrstu 8 mánuði ársins. 
Páll Dagbjartsson lagði fram yfirlit yfir rekstur skólans fyrstu átta mánuði ársins.  Reksturinn er samkvæmt áætlun.  Rætt um kostnað vegna viðhalds húsnæðis.  Páll Dagbjartsson óskar eftir fundi með fjármálastjóra sveitarfélagsins Skagafjarðar og oddvita Akrahrepps áður en reikningum er lokað.
 
2.  Yfirlit yfir rekstur Íþróttamiðstöðvarinnar í Varmahlíð.
Páll Dagbjartsson lagði fram yfirlit yfir rekstur íþróttamiðstöðvarinnar fyrstu átta mánuði ársins.  Reksturinn er samkvæmt áætlun en þó hafa tekjur verið meiri en ráð var fyrir gert.  Ákveðið að kanna kostnað við uppsetningu stórrar rennubrautar við sundlaugina og Rúnari Vífilssyni falið að fylgja málinu eftir. 
 
3.  Kennaraíbúð að Laugavegi 5 - Sjónarhóll.
Páll Dagbjartsson fór yfir húsnæðismál kennara í tengslum við Varmahlíðarskóla en hann telur að íbúðaþörf skólans hafi minnkað með tímanum.  Ákveðið að selja kennaraíbúðina að Laugavegi 5 og fá löggiltan fasteignasala til að gera verðmat.  Páll Dagbjartsson óskar eftir að andvirði sölu fasteignarinnar renni til viðhalds Varmahlíðarskóla. 
 
4.  Náttúrugripasafn Skagafjarðar.
Rætt um stöðu og framtíð safnsins.
 
5.  30 ára afmæli Varmahliðarskóla.
Páll Dagbjartsson skýrði frá fyrirhugaðri afmælishátíð Varmahlíðarskóla 13. nóvember 2004. 
 
6.  Leikskólinn Birkilundur.
Agnar Gunnarsson fór yfir stöðu mála varðandi uppbyggingu húsnæðisins að Furulundi 5.  Reyndist kostnaður lítið eitt meiri við aðlögun hússins að leikskólastarfsemi en ráð var fyrir gert.  Nauðsynlegt er að bera viðarvörn á húsið að utan við fyrsta tækifæri. 
 
Menningarmál
 
7.  Félagsheimilið Miðgarður.
Gísli Gunnarsson greindi frá stöðu mála varðandi uppbyggingu menningarhúss í Skagafirði.  Niðurstaðan er sú að byggja tvö hús sem menningarhús skv. samningi við menntamálaráðuneytið.  Annað þessara húsa er Miðgarður sem breytt yrði í sérstakt hús til tónlistarflutnings.  Ákveðið að óska eftir fundi með eigendum Miðgarðs.
 
Fundi slitið kl. 14:19