Fara í efni

Samgöngunefnd

34. fundur 30. maí 2006 - 15:50 Vegagerðin, Sauðárkróki

Þriðjudaginn 30. maí (2006) var samgöngunefnd saman komin til fundar í húsnæði Vegagerðarinnar, (Borgarsíðu 8, Skr.)

Mætt voru: Brynjar Pálsson, Örn Þórarinsson, Valgerður Kjartansdóttir, Hallgrímur Ingólfsson sviðsstjóri, Rúnar Pétursson og Guðmundur Ragnarsson frá Vegagerðinni.


Dagskrá:

  1. Gjaldskrárbreytingar v.Skagafjarðarhafnir
  2. Mengunarvarnarbúnaður á Sauðárkrókshöfn
  3. Staða framkvæmda
  4. Safnvegaframkvæmd 2006-2008
  5. Önnur mál

 

Afgreiðslur:


1. Hafnarvörður lagði fram eftirfarandi tillögu:

Vigtunargjald

pr. vigtun

     kr

500,-

Kranagjald

pr. tonn

kr

250,-

Vatnsgjald

pr. löndun

kr

75,-

Sorpgjald

pr. mánuð

kr

300,-

 

Milli kl. 17,00 og kl. 22,00 verði einnig innheimtir tveir tímar í næturvinnu.

Eftir kl. 22,00 til kl. 8,00 næsta dag, svo og laugardaga, sunnudaga og aðra helgidaga, ef nauðsynlegt reynist að ræsa út til vigtunar á þeim tíma, verði innheimtir 4 tímar í næturvinnu, samkvæmt gjaldskrá, sem deilist á milli báta séu fleiri en einn að landa á svipuðum tíma. Tillaga þessi á við báta undir 100 brúttótonnum.

Tillagan samþykkt.


2. Nefndin samþykkti að óska eftir viðræðum við slökkviliðsstjóra um mengunarvarnir við Sauðárkrókshöfn.


3. Hallgrímur fór yfir stöðu mála.

Dýpkun er lokið í smábátahöfn á Sauðárkróki og flotbryggjan kemur í næsta mánuði – verkið á áætlun.


4. Rúnar Pétursson fór yfir framkvæmdaskýrslur safnvega árið 2005.

Tekjur voru 20.399.000. Gjöld 13.269.000. Rekstrarafgangur 7.130.525 og færist hann til þessa árs. Þá gerði Rúnar eftirfarandi tillögu að Safnvegaáætlun ársins 2006: 

Útgjöld:

 

1.

 

Mölburður í Fljótum

2.000.000

2.

 

Nýbýli við Sjávarborgarveg

1.000.000

3.

 

Bústaðavegur (ræsi v.Bakkakot)

700.000

4.

 

Mölburður – safnvegir við Skagafj.veg

1.350.000

5.

 

Heimreið að Sólgarðaskóla

500.000

6.

 

Heimreið að Sveinsstöðum

3.500.000

7.

 

Miðdalur - styrking og mölburður

1.000.000

8.

 

Heimreið að Hlíð, Hjaltadal

1.300.000

9.

 

Lónsvegur – styrking, mölburður

500.000

10.

 

Stekkjardalir – frágangur

500.000

11.

 

Heimreið að Sjónarhóli

1.000.000

12.

 

Stóra Gerði – mölburður, rykbinding

1.000.000

13.

 

Austurdalsvegur, sunnan Bústaða

2.000.000

14.

 

Húsabakkavegur – lagfæring, mölburður

1.000.000

15.

 

Ásgeirsbrekka – mölburður

300.000

16.

 

Keta, Hegranesi – styrking og mölburður

800.000

17.

 

Narfastaðir - styrking og mölburður

800.000

18.

 

Enni, Viðvíkursveit – styrking og mölburður

1.000.000

19.

 

Mýrarkot - ristahlið

200.000

20.

 

Stóra Seyla - ristahlið

200.000

21.

 

Stóra Holt - ristahlið

200.000

22.

 

Lónkot - ristahlið

200.000

 

 

Óráðstafað

2.494.000

 

 

Nýbyggingar   samtals

23.544.000

 

 

 

 

 

 

Almennt viðhald

3.000.000

 

 

Heflun og bleyting

2.000.000

 

 

Stikun

800.000

 

 

Malarslitlög

3.000.000

 

 

Viðhald samtals

8.800.000

 

 

 

 

 

 

Umdæmisálag 5%

1.617.000

 

 

Samtals

33.961.000

Tekjur:

 

 

 

Fjárveiting árið   2006

21.051.000

 

 

Inneign frá fyrri árum

12.910.200

 

 

Samtals

33.961.000

 

Ennfremur liggja fyrir nokkrar beiðnir sem bárust eftir að áætlunin var gerð og er Rúnari falið að svara þeim erindum sem borist hafa.

Á meðan fundurinn stóð yfir sat nefndin fund þar sem tilboð í gerð Þverárfjallsvegar voru opnuð.

Áætlunin borin upp og samþykkt samhljóða.


5. Önnur mál – engin.

          
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15,50.

Örn Þórarinsson, ritari

Valgerður Inga Kjartansdóttir                      

Brynjar Pálsson

Vígl. Rúnar Pétursson                                  

Hallgrímur Ingólfsson

Guðmundur Ragnarsson