Fara í efni

Samgöngunefnd

30. fundur 14. mars 2006 kl. 10:00 - 12:30 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Þriðjudaginn 14. mars (2006) var samgöngunefnd saman komin til fundar í Ráðhúsinu kl. 10:00.

Mætt voru: Brynjar Pálsson, Valgerður Kjartansdóttir, Örn Þórarinsson, Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri og Gunnar Steingrímsson, hafnarvörður,

Dagskrá:

  1. Bréf frá Skagafjarðarveitum
  2. Bréf frá Siglingastofnun. Samgönguáætlunar
  3. Lögð fram tillaga frá Siglingastofnun v.Sauðárkrókshafnar
  4. Kynning á ritverki “Fær í flestan sjó”
  5. Lóðamál á hafnarsvæði v. K.S. bifreiðaverkstæði
  6. Flotbryggja í Hofsósshöfn
  7. Bréf frá Félags- og tómstundanefnd – Jafnréttisstefna Svf. Skagafj.
  8. Olíutankur, Hofsósi
  9. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Skagafjarðarveitur óska með bréfi eftir heimild til að bora sjótökuholur á hafnarsvæðinu. Þetta verður gert m.a. til að draga úr ferskvatnsnotkun, einkum í rækjuvinnslunni, þar sem hægt er að nota sjó í stað vatns. Erindið samþykkt.

 
2. Farið yfir bréf Siglingastofnunar þar sem fram kemur að í frumvarpi, sem nú er fyrir Alþingi, er breyting á hafnalögum nr. 61 frá 2003. Breytingin felur í sér heimild til að framlengja bráðabirgðarákvæði laganna, er varðar styrkhæfi, til ársloka 2008.

 
3. Kynntar hugmyndir Siglingastofnunar varðandi úrbætur á ókyrrð í Sauðárkrókshöfn. Samþykkt að óska eftir við Siglingastofnun að gerð verði líkanhönnun af höfninni og þeim tillögum, sem stofnunin leggur til. Óskað eftir að Hallgrímur fylgi þessu eftir.

 
4. Lögð fram próförk af kynningarefni um Skagafjörð, sem verður í ritverkinu “Fær í flestan sjó”. Áskeli Heiðari hefur verið falið að fara yfir textann.


5. Hallgrímur kynnti viðræður sínar við fulltrúa Kaupf. Skagf. varðandi umsókn K.S. um lóð á hafnarsvæðinu, það er Vatneyri 3. 

Nefndin samþykkir að veita umbeðna lóð, en með eftirfarandi skilyrðum:

a) 20 metrar á austanverðri lóðinni, sem eru nú í sjó, fylgja ekki með.

b) Kvöð er að fráveitulagnir muni liggja í gegnum lóðina frá norðri til suðurs.

c) Að framkvæmdir á lóðinni hefjist innan árs, að öðrum kosti fellur hún til hafnarinnar á ný.

Formaður nefndarinnar óskar að eftirfarandi sé bókað:

“Samgöngunefnd lýsir óánægju með samþykkt sveitarstjórnar frá 22.12.2005, þar sem sveitarstjórn tók þetta mál nánast úr höndum nefndarinnar. En samgöngunefnd átti þá eftir að ræða nánar um þessa lóðarumsókn.”

Örn Þórarinsson vék af fundi undir þessum lið og Gunnar þurfti að víkja vegna anna við höfnina.

7. Liður færður fram af sérstökum ástæðum. Nú kom Gunnar Sandholt á fundinn. Gunnar kynnti bréf frá félags- og tómstundanefnd varðandi jafnréttisstefnu sveitarfélagsins og kallaði eftir hugmyndum eða tillögum frá Samgöngunefnd þar að lútandi. Nefndin tekur málið til skoðunar.


6. Hallgrímur kynnti nauðsynlegar framkvæmdir í Hofsósshöfn vegna flotbryggju sem þar verður sett niður innan skamms.


8. Hallgrímur kynnti erindi frá Skeljungi hf, þar sem þeir óska eftir að setja niður olíutank á bryggjunni á Hofsósi og sýndi teikningar, gerðar af Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Erindið samþykkt.


9. Önnur mál.

a) Hallgrímur greindi frá því að vinnu við sjóvörn í Haganesvík væri lokið og búið að taka verkið út. Ráðgert er að sjóvörn við Hraun á Skaga hefjist fljótlega.

b) Hallgrímur kynnti teikningar af timburbryggju í smábátahöfn á Sauðárkróki. Stefnt er að útboði innan tíðar.

c) Lagðir fram til kynningar reikningar frá Hafnasambandi sveitar­félaga fyrir árið 2005.


Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið kl. 12,35.

Örn Þórarinsson ritari

Valgerður Inga Kjartansdóttir

Brynjar Pálsson

Hallgrímur Ingólfsson