Fara í efni

Samgöngunefnd

11. fundur 21. júlí 2003 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Ár 2003, þann 21. júlí, var samgöngunefnd saman komin til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki Mætt voru: Brynjar Pálsson, Örn Þórarinsson, Valgerður Kjartansdóttir,  Hallgrímur Ingólfsson.

           

Dagskrá:

  1. Gjaldskrármál.
  2. Kynnt bréf frá Eimskip.
  3. Dýpkun - samningur.
  4. Önnur mál.


Afgreiðslur:

1. Nefndin samþykkti tillögur Gunnars hafnarvarðar sem hann kynnti á síðasta fundi nefndarinnar.  Tillögurnar fela í sér nýja gjaldskrá fyrir Sauðárkrókshöfn og tekur nýja gjaldskráin gildi frá 1. júlí 2003.

2. Formaður las upp bréf frá Eimskip ehf. þar sem farið er fram á verulegan afslátt af nýrri gjaldskrá fyrir Sauðárkrókshöfn.  Jafnframt boða fulltrúar Eimskips komu sína til Sauðárkróks til að ræða um gjaldskrána.  Nefndin tekur vel í að eiga fund með Eimskipsmönnum.

3. Eftirfarandi bókun var gerð 1. júlí 2003:

"Varðar útboð á verkinu "Sauðárkrókur - dýpkun 2003"  Eitt tilboð barst í verkið frá Björgun ehf, kr. 11.150.000.-   Kostnaðaráætlun Siglingastofnunar kr. 14.600.000.-   Tilboð Björgunar er því 76% af kostnaðaráætlun."

Samgöngunefnd leggur til að tilboði Björgunar ehf verði tekið.

4. Önnur mál - engin.


Fleira ekki fyrir tekið.

Brynjar Pálsson                                             

Örn Þórarinsson

Valgerður Inga Kjartansdóttir                                  

Hallgrímur Ingólfsson