Fara í efni

Samgöngunefnd

6. fundur 07. janúar 2003 kl. 08:15 - 10:00 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Ár 2003, þriðjudaginn 7. jan. kl. 0815, var samgöngunefnd saman komin til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki. Á fundinn mætti Gunnar Steingrímsson, hafnarvörður.

 

Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

  1. Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs
  2. Fjárhagsáætlun, liður 10
  3. Gjaldskrármál, áður á dagskrá síðasta fundar
  4. Önnur mál.

Afgreiðslur:

1. Gunnar Steingrímsson fór yfir fjárhagsáætlun hafnarsjóðs. Niðurstöðutölur eru:

Tekjur 24.695 millj.króna. Gjöld 41.375 millj. Mismunur 16.millj. 680 þús.

Samgöngunefnd samþykkir áætlunina og samþ. að vísa henni til byggðarráðs.

2. Fjárhagsáætlun - götur og umferðarmerki, liður 10.

Hallgrímur Ingólfsson fór yfir áætlunina. Niðurstöðutölur eru:

Tekjur 2.6 millj. Gjöld 34.8 millj. Mismunur 32.millj. 230 þús. krónur.

Samgöngunefnd samþ. áætlunina og vísar henni til byggðarráðs.

3. Gjaldskrármál fyrir vigtun afla á Hofsósi, áður til umræðu á fundi nefndarinnar 21. nóv. sl. En var vísað aftur til nefndarinnar frá byggðarráðsfundi 20. desember sl.

Samgöngunefnd fellst á að jafnræðis verði gætt og sama fyrirkomulag vegna gjaldtöku á vigtun afla verði á Hofsósi og á Sauðárkróki.

4. Önnur mál: 

a) Lesið upp bréf frá Aflvís ehf á Akureyri varðandi viðlegukant í höfninni á Hofsósi. Hafnarverði falið að kanna málið.

b) Hallgrímur dreifði yfirlitsskýrslu um sjóvarnir til nefndarmanna.

c) Vegna framkominnar fyrirspurnar Arnar Þórarinssonar á síðasta fundi upplýsti Hallgrímur, varðandi upptökubraut fyrir smábáta við Sauðár­krókshöfn, að sótt hafi verið um fjárveitingu fyrir þessari framkvæmd árið 2002.

 

Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið kl. 10,00.

Brynjar Pálsson                                 

Örn Þórarinsson (ritari)

Gunnar S. Steingrímsson                  

Hallgrímur Ingólfsson

Valgerður Inga Kjartansdóttir