Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

32. fundur 27. maí 2008 kl. 15:00 - 16:30 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Rekstur Félagsheimilisins Ketiláss

Málsnúmer 0805091Vakta málsnúmer

Til fundarins komu fulltrúar í hússtjórn Ketiláss. Íris Jónsdóttir, María Númadóttir, Hólmfríður Pétursdóttir og Stefanía Hjördís Leifsdóttir sem hefur tekið að sér að vera formaður hússtjórnar. Rætt um samþykktir fyrir félagsheimilið og framtíðarfyrirkomulag á rekstri hússins, áhugi er á því að setja aukinn kraft í rekstur hússins og áríðandi er að unnið verði að viðhaldsmálum hússins af auknum krafti.

2.Skagfirskar æviskrár - styrkbeiðni 2008

Málsnúmer 0803049Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sögufélagi Skagfirðinga þar sem óskað er eftir styrk til ritunar æviskráa, áður á dagskrá nefndarinnar 12.03 sl.
Nefndin samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 400.000 af lið 05890.

Fundi slitið - kl. 16:30.