Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

64. fundur 10. október 2012 kl. 14:30 - 16:20 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Björg Baldursdóttir formaður
  • Sigríður Magnúsdóttir varaform.
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir ritari
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Félag harmónikuunnenda í Skagafirði - styrkumsókn

Málsnúmer 1204037Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Félagi harmonikkuunnenda í Skagafirði, þar sem óskað er eftir styrk í tilefni af tuttugu ára afmælis félagsins.
Menningar- og kynningarnefnd getur ekki orðið við beiðni félagsins, en óskar félaginu til hamingju með afmælið og velfarnaðar í framtíðinni.

2.Félagsheimili í Skagafirði - stefnumótun

Málsnúmer 1203378Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 63. fundar menningar- og kynningarnefndar. Menningar- og kynningarnefnd felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að leita liðsinnis atvinnuráðgjafa SSNV til að vinna úttekt á félagsheimilinum á sömu nótum og gert var árið 2007.

3.Fjárhagsáætlun 2013 - Menningar- og kynningarmál

Málsnúmer 1210085Vakta málsnúmer

Farið yfir fjármál ársins sem heyra undir nefndina. Undirbúningur fyrir fjárhagsáætlun ársins 2013 ræddur.

4.Samningur um aðstöðu í Miðgarði - menningarhúsi

Málsnúmer 1210063Vakta málsnúmer

Frestað erindi frá 61. fundi menningar- og kynningarnefnd. Lagður fram samningur á milli Karlakórsins Heimis og Menningarhússins Miðgarðs um leigu á aðstöðu fyrir kórinn í húsinu.
Menningar- og kynningarnefnd staðfestir fyrirliggjandi samning.

5.Ósk um samstarf

Málsnúmer 1209168Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Veraldarvinum þar sem boðnir eru fram sjálfboðaliðar til vinnu við ýmis verkefni á árinu 2013.
Menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir þann áhuga sem Veraldarvinir sýna á að vinna fyrir sveitarfélagið, en sér ekki möguleika á að nýta tilboðið.

Fundi slitið - kl. 16:20.