Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

23. fundur 15. október 2007
Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar
Fundur 23  – 15.10.2007


Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki,
þriðjudaginn 15.10.2007, kl. 15:00.

 

Fundinn sátu Guðrún Helgadóttir formaður, Hrund Pétursdóttir, Bjarni Þórisson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.

 

DAGSKRÁ:

 

1)      Styrkir úr Menningarsjóði – síðari úthlutun

 

2)      Lögreglusamþykkt, erindi frá Byggðarráði

 

3)      Safnastefna Byggðasafns Skagfirðinga

 

4)      Önnur mál

 

AFGREIÐSLUR:

 

1)      Styrkir úr Menningarsjóði – síðari úthlutun

 

Farið varð yfir umsóknir í Menningarsjóð – síðari úthlutun, af lið 05890.

 
 
Umsækjandi:
 
Afgreiðsla:
 
 
 
1
 
Alexandra Chernyshova
 
50.000
 
Vegna tónleika
 
2
 
Guðbrandsstofnun
 
0
 
Vegna þýðingar á kynningarefni
 
3
 
Karlakórinn Heimir
 
75.000
 
Vegna dagskrár um Stefán Íslandi
 
4
 
Kristján Valgarðsson
 
0
 
Vegna Carmina Burana
 
5
 
Leikfélag Sauðárkróks
 
150.000
 
Vegna leiksýningar - Alína
 
6
 
Ópera Skagafjarðar
 
50.000
 
Vegna útgáfu geisladisks
 
7
 
Rökkurkórinn
 
50.000
 
Vegna tónleika
 
8
 
Sigurlaugur Elíasson
 
0
 
Vegna vinnustofu
 
9
 
Skagfirski Kammerkórinn
 
50.000
 
Vegna tónleika
 
10
 
Sögusetur íslenska hestsins
 
0
 
Vegna málþings
 
 
 
Samtals:
 
425.000
 
 
 

 

 

2)      Lögreglusamþykkt, erindi frá Byggðarráði

Nefndin gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög, en lagt er til að drögin verði prófarkalesin.

 

3)      Söfnunarstefna Byggðasafns Skagfirðinga

Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög að söfnunarstefnu Byggðasafns Skagfirðinga.

 

4)      Önnur mál

Tekið fyrir bréf frá hússtjórn Melsgils varðandi framkvæmdir við húsið.  Nefndin tekur vel í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar.

Ákveðið að greiða kr. 200.000 af lið 05610, styrkir til félagsheimila til Miðgarðs vegna trygginga.

 

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:20