Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

17. fundur 16. apríl 2007

Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar
Fundur 17  – 16.04.2007

Menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, mánudaginn 16.04.2007, kl. 15:00.
Fundinn sátu Guðrún Helgadóttir, Hrund Pétursdóttir, Páll Dagbjartson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.
 
DAGSKRÁ:
1)      Kynningarmál
2)      Málefni félagsheimila
3)      Hátíðir – yfirlit
4)      Önnur mál
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Kynningarmál
Menningar- og kynningarnefnd leggur til við sveitarstjórn og nefndir Sveitarfélagsins Skagafjarðar að í maí mánuði ár hvert verði sérstök lögð áhersla á kynningu innan sveitarfélagsins á ýmsum innri málefnum; s.s. átaki á vegum umhverfisnefndar í tiltekt og fegrun umhverfis, útskriftir skólanna, kynningu ferðaþjónustunnar á tilboðum sínum fyrir sumarið og áherslum í kynningarmálum Skagafjarðar það árið. Þetta átak verði nefnt Maí er mánuðurinn okkar.
Ennfremur stefnir nefndin að því að halda kynningu á Skagafirði á höfuðborgarsvæðinu í byrjun nóvember n.k.
Sviðsstjóra og formanni falið að kynna þessar hugmyndir fyrir hlutaðeigandi aðilum.
 
2)      Málefni félagsheimila
Lögð fram skýrsla SSNV um félagsheimilin Skagasel, Ljósheima og Árgarð.
Samþykkt eftirfarandi úthlutun styrkja til félagsheimila fyrir árið 2007.  Eftirfarandi úthlutun tekur mið af því að styrkurinn dugi til greiðslu fasteignagjalda og kostnaðar við rafmagn og hita í viðkomandi húsi.

Árgarður 910.000
Bifröst 750.000
Félagsheimili Rípurhrepps 480.000
Höfðaborg 1.200.000
Ketilás 700.000
Ljósheimar 540.000
Melsgil 470.000
Miðgarður 950.000
Skagasel 590.000

 
Samþykkt að óska eftir fundum með hússtjórnum Árgarðs og Ljósheima.
 
Samþykkt að tilnefna eftirfarandi aðila sem fulltrúa sveitarfélagsins í hússtjórnir félagsheimila:
 
Bifröst:
Hólmfríður Guðmundsdóttir
Íris Baldvinsdóttir
 
Höfðaborg:
Bjarni Þórisson

Guðrún Þorvaldsdóttir
Ásdís Garðarsdóttir

Melsgil:
Sigfús Helgason
Ingibjörg Sigurðardóttir
 
3)      Hátíðir – yfirlit
Rætt um komandi Sæluviku.
Ákveðið að Sæluvika 2008 hefjist sunnudaginn 27. apríl 2008.

4)      Önnur mál

Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00