Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

93. fundur 10. janúar 2002 kl. 17:00 - 19:25 Á skrifstofu sveitarfélagsins

93. fundur, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins 10. jan. 2002, kl. 17:00.
Mætt: Jón Garðarsson, Bjarni Brynjólfsson, Helgi Thorarensen, Kristín Bjarnadóttir, Ásdís Guðmundsdóttir og Ómar Bragi Stefánsson.

DAGSKRÁ:

  1. Minjahúsið á Sauðárkróki
  2. Bréf vísað frá Byggðarráði 5. des. sl. frá stjórn villa Nova þar sem óskað er fjárstuðnings vegna endurbyggingar Villa Nova.
  3. Bréf frá Höllu Björk Marteinsdóttur, forvarnarfulltrúa, vegna rútuferða á skíðasvæði Tindastóls.
  4. Bréf vísað frá Byggðarráði 5. des. sl. frá Höllu Björk Marteinsdóttur, forvarnarfulltrúa f.h. samstarfshóps um bætta unglingamenningu í Skagafirði.
  5. Undirbúningsvinna vegna úthlutunar rekstrarstyrkja til félagsheimila.
  6. Fjárhagsáætlun 2002.
  7. Önnur mál:
    a)  Bréf frá húsnefnd Ketiláss.
    b) Bréf frá Önnu S. Hróðmarsdóttur.

AFGREIÐSLUR:

  1. Formanni ásamt starfsmönnum falið að gera drög að endurnýjuðum samningi við Kristján Runólfsson.
  2. Erindinu vísað til úthlutunar úr menningarsjóði.
  3. Nefndin telur að erindið sé ekki á sínu verksviði en hvetur Skíðadeild Tindastóls til að kanna málið.
  4. MÍÆ-nefnd styður hugmyndir forvarnarhópsins og hvetur til að húsnæðið Borgarflöt 1 verði nýtt fyrir starfsemina. Ásdísi Guðmundsdóttur og starfsmanni falið að vinna að framgangi málsins.
  5. Samþ. að ganga frá úthlutun rekstrarstyrks til félagsheimilanna strax að lokinni afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2002.
  6. Lögð fram og samþykkt fjárhagsáætlun MÍÆ-nefndar 2002.
  7. Önnur mál:
    a)             Móttekið bréf frá húsnefnd félagsheimilisins Ketiláss ásamt fundargerð 5. jan. 2002. Húsnefndin mótmælir í bréfinu ákvörðun þeirri að selja hlut sveitarfélagsins í Ketilási.
    b)             Tekið fyrir bréf frá Önnu  S. Hróðmarsdóttur þar sem hún óskar eftir styrk vegna þátttöku hennar í samsýningum í Reykjavík og Færeyjum. Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar erindinu til úthlutunar úr menningarsjóði.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19,25