Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

92. fundur 13. desember 2001 kl. 13:00 - 18:07 Á skrifstofu sveitarfélagsins

92. fundur, 13. des. 2001, kl. 13:00 á skrifstofu Sveitarfélagsins.
Mætt: Jón Garðarsson, Bjarni Brynjólfsson, Björgvin Guðmundsson, Helgi Thorarensen, Kristín Bjarnadóttir, Ómar Bragi Stefánsson.

DAGSKRÁ:

  1. Málefni félagsheimila

AFGREIÐSLUR:

  1. Tekið fyrir bréf, dags. 13. des. 2001, frá hússtjórn Bifrastar, þar sem kynnt eru áform þeirra um að bæta aðstöðu til kvikmynda- og leiksýninga.

Nefndin styður hugmyndir hússtjórnar.

Farið var yfir rekstraráætlanir fyrir árið 2002 og önnur gögn, sem borist hafa frá hússtjórnum félagsheimila.

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd telur að sú fjárveiting, sem ætluð er til menningarmála í sveitarfélaginu, nægi ekki til þess að hægt sé að halda áfram rekstri allra félagsheimila sveitarfélagsins. Þess vegna telur MÍÆ að leggja eigi megin­áherslu á það að halda áfram rekstri Miðgarðs, Ljósheima og Höfðaborgar. Fyrir liggja áætlanir um breyttan rekstur Bifrastar, sem gera ráð fyrir lækkuðum fram­lögum sveitarfélagsins til þess félagsheimilis í framtíðinni. Kannað verði á hvern hátt er hægt að sameina rekstur og umsjón Árgarðs, Steinsstaðaskóla og sundlaugar. Nauðsynlegt að selja hlut sveitarfélagsins í félagsheimilinu í Rípurhreppi, Melsgili og Ketilási eða að félagsheimilin verði leigð undir aðra starfsemi, sem stendur undir rekstri og viðhaldi þeirra. Mögulegt er að færa þá litlu starfsemi, sem verið hefur í þessum félagsheimilum, í önnnur nærliggjandi samkomuhús. Hins vegar hefur Skagasel nokkra sérstöðu í þessu sambandi vegna einangrunar og þess vegna er nauðsynlegt að styðja við rekstur félagsheimilins.

Til að styrkja starfsemi félagsheimilanna enn frekar telur MÍÆ nauðsynlegt að:
- reglugerðir allra félagsheimila sveitarfélagsins verði samræmdar sem fyrst
- bókhaldsumsjón félagsheimilanna verði boðin út og sett á eina hendi
- lokið verði við endurskoðun á rekstri allra félagsheimilanna
- rekstrarstyrkir til félagsheimilanna verði greiddir út í fjórum jöfnum greiðslum í byrjun janúar, apríl, júlí og október
- greiðslur rekstrarstyrkja til félagsheimila verði háðar bókhaldsuppgjöri.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:07.