Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

85. fundur 20. september 2001 kl. 17:00 - 19:45 Á skrifstofu sveitarfélagsins

85. fundur, fimmtudaginn 20. sept. 2001, kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Mætt: Erna Rós Hafsteinsdóttir, Jón Garðarsson, Bjarni Brynjólfsson Kristín Bjarnadóttir, Ómar Bragi Stefánsson.

DAGSKRÁ:

  1. Kynntar hugmyndir nefndarinnar í félagsheimilamálum, fyrir formönnum hússtjórna félagsheimila í Skagafirði.
  2. Stjórn UÍ Smára boðuð til fundar vegna bréfs þeirra, dags. 10. ág. 2001.
  3. Forráðamenn UMF Tindastóls boðaðir á fundinn.

AFGREIÐSLUR:

  1. Á fundinn mættu fulltrúar félagsheimila í Skagafirði:
    Hjálmar Guðmundsson, Árgarði
    Bjarni Þórisson, Höfðaborg
     Auður Ketilsdóttir, Ketilási
     Viðar Ágústsson, Ljósheimum
     Sigurjón Ingimarsson, Miðgarði
     Eiríkur Loftsson, Rípurhreppi
     Sigfús Helgason, Melsgili
     Guðlaug Jóhannesdóttir, Skagaseli.
    Lagðar fram hugmyndir nefndarinnar um málefni félagsheimila.
  2. Stjórn UÍ Smára mætti á fundinn. Framtíðarhugmyndir íþróttasvæða í Varmahlíð ræddar.
  3. Fulltrúar frá UMF Tindastóli mættu á fundinn. Farið yfir stöðu og framkvæmd samkomulags á milli sveitarfélagsins og UMF Tindastóls, sem undirritað var 9. ágúst sl.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19,45