Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

79. fundur 03. júlí 2001 kl. 18:00 - 20:25 Á skrifstofu sveitarfélagsins

79. fundur þriðjudaginn 3. júlí 2001  kl. 1800, á skrifstofu sveitarfélagsins
Mætt: Ásdís Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Erna Rós Hafsteinsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Ómar Bragi Stefánsson.

DAGSKRÁ:

  1. 3ja ára áætlun.
  2. Samningur við Golfklúbb Sauðárkróks.
  3. Félagsheimilin.
  4. Samningur:  Glaumbær - Vesturfarasetrið.
  5. Íþróttavöllurinn á Sauðárkróki - Bréf frá KSÍ.
  6. Menningarmál.

AFGREIÐSLUR:

  1. Þriggja ára áætlun kynnt. Nefndin leggur til að fjárfest verði í sláttuvél fyrir íþróttavelli í Skagafirði.
  2. Lagður fyrir samningur um rekstur golfvallarins að Hlíðarenda. Samn. samþ. samhljóða. - En nefndin vill að það komi fram að inni í heildarupphæð samningsins, kr. 3.500.000, er styrkur að upphæð kr. 880.000, sem áður hefur verið samþykktur.
  3. Samþykkt að veita félagsheimilum styrk sem nemur álögðum fasteignagjöldum 2001, að teknu tilliti til  þess afsláttar sem  þeim er gefinn.
  4. Tekið fyrir frestað erindi um samning á milli Vesturfaraseturs og Byggðasafns Skagfirðinga. Samningurinn samþykktur samhljóða.
  5. Lagt fram bréf frá KSÍ vegna íþróttavallar á Sauðárkróki. Nefndin samþykkir að framkvæma nauðsynlegar úrbætur á áhorfendasvæði.
  6. Rætt um stefnumótun í menningarmálum í sveitarfélaginu og ákv. að óska eftir fundi með Guðrúnu Helgadóttur vegna málsins.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20,25