Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

75. fundur 03. maí 2001 kl. 17:00 - 18:10 Á skrifstofu sveitarfélagsins

75. fundur, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins fimmtudaginn 3. maí 2001    kl. 17,00.
Mætt:  Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Garðarsson, Erna Rós Hafsteinsdóttir, Gísli Eymarsson, Bjarni Brynjólfsson og Ómar Bragi Stefánsson.

Dagskrá:

  1. Aðalskipulag Skagafjarðar 2001 - 2012.  Hvernig koma nefndir sveitarfélagsins að verkefninu.
  2. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

  1. Jón Örn Berndsen og Árni Ragnarsson komu á fundinn og kynntu það starf sem framundan er og óskuðu eftir tillögum frá nefndinni.
  2. a)  Rætt um launagreiðslur hjá Vinnuskóla Skagafjarðar.
    b)  Lagður fyrir og samþykktur samningur við Umf. Tindastól
    vegna  umhirðu og umsjónar íþróttasvæðis á Sauðárkróki.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18,10