Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

72. fundur 08. mars 2001 kl. 17:00 - 19:00 Á skrifstofu sveitarfélagsins

72. fundur, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins fimmtudaginn 8. mars kl. 17,00.
Mætt:  Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Garðarsson, Erna Rós Hafsteinsdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Ómar Bragi Stefánsson.

Dagskrá:

  1. Bréf vegna Sydney 2000 verkefnisins.
  2. Bókasöfn í  Skagafirði.
  3. Sæluvika Skagfirðinga 2001.
  4. Veitingasala í Áshúsi.
  5. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

  1. Tekið fyrir bréf frá Sydney 2000. Samþ. samhljóða.
  2. Teknar fyrir tillögur varðandi bókasöfn í Skagafirði:
    1. Bókakostur bókasafnanna í Hólahreppi, Staðarhreppi og Rípurhreppi verði sameinaður bókakosti Héraðsbókasafns Skagfirðinga.
    2. Á árinu verður lengdur opnunartími Héraðsbókasafns Skagfirðinga, fyrst og fremst til að koma til móts við þarfir íbúa í dreifbýli og veita aukna þjónustu. Þannig verði safnið opið mánudaga - miðvikudaga frá kl. 13:00 - 19:00, fimmtudaga frá kl. 13:00 - 21:00 og föstudaga frá kl. 13:00 - 18:00.
    3. Unnið verði áfram að skipulagningu bókasafna í Skagafirði með það að leiðarljósi að veita íbúum héraðsins góða þjónustu og aðgang að þeim ritum og upplýsingum, sem bókasöfnin varðveita.
      Samþykkt samhljóða.
  3. Undirbúningur Sæluviku ræddur.
  4. Veitingasala í Áshúsi.
    Tvær umsóknir hafa borist og er starfsmanni falið að ganga frá ráðningu.
  5. Önnur mál.
    a)         Rætt um ábyrgðarskiptingu verkefna og gjaldaliða.
    b)         Á fundinn komu fulltrúar eignaraðila Bifrastar til að ræða málefni Bifrastar og skýrslu Atvinnuþróunarfélagsins Hrings um félagsheimilin í Skagafirði.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19,00