Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

61. fundur 04. desember 2000 kl. 17:00 - 18:35 Á skrifstofu sveitarfélagsins

61. fundur, mánudaginn 4. des. (2000) kl. 1700 á skrifstofu sveitarfélagsins.
Mætt:  Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Garðarsson, Sigurbjörg  Guðjónsdóttir, Erna Rós Hafsteinsdóttir, Ómar Bragi Stefánsson.

Dagskrá:

  1. Til kynningar: Gjaldskrá sundlauga í Skagafirði.
  2. Bréf frá Listaháskóla Íslands.
  3. Bréf frá stjórn foreldrafélags Grunnskólans á Hólum.
  4. Bréf frá Gunnari Rögnvaldssyni f.h. ferðaþjónustunnar á Hólum.
  5. Úttekt á félagsheimilum í Skagafirði.
  6. Lögð fram skýrsla um samanburð á rekstri íþrótta- og tómstundamála hjá sveitarfélögum 1999.
  7. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

  1. Rætt um nýja og samræmda gjaldskrá fyrir sundlaugar í Skagafirði.
  2. Tekið fyrir bréf frá Listaháskóla Íslands. Samþ. að afla frekari uppl. um málefnið.
  3. Tekið fyrir bréf frá stjórn foreldrafélags Grunnskólans á Hólum og skólastjóra Grunnskólans á Hólum.
    Verið er að vinna skipulagsvinnu af svæðinu og mun nefndin leggja fjármagn í verkefnið á næsta ári.
  4. Lagt fram bréf frá Gunnari Rögnvaldssyni f.h. ferðaþjónustunnar á Hólum, þar sem hann þakkar veittan stuðning.
  5. Skýrsla um úttekt á félagsheimilum í Skagafirði rædd.
  6. Lagt fram til kynningar skýrsla unnin af VSÓ, um samanburð á rekstri íþrótta- og tómstundamála í sveitarfélögum.
  7. Önnur mál: 
    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2001 lögð fram og samþykkt til fyrri umræðu í sveitarstjórn. MÍÆ leggur áherslu á að á fjárhagsáætlun 2001 verði gert ráð fyrir fjármagni til ráðningar forvarnarfulltrúa og stofnunar unglingamiðstöðvar (samkv. lið 06 81 922 1) en þetta eru verkefni, sem mjög brýnt er að hrinda í framkvæmd. Nefndin bendir á að ofangreind verkefni eru ekki á 3ja ára áætlun og þarf því að hafa í huga við endurskoðun hennar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18,35