Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

54. fundur 19. september 2000 kl. 17:00 - 18:53 Í Bifröst

54. fundur haldinn í Bifröst þriðjudaginn 19. sept. 2000 kl. 1700.
Mætt: Ásdís Guðmundsdóttir, Gísli Eymarsson, Erna Rós Hafsteinsdóttir, Jón Garðarsson,  Sigurbjörg  Guðjónsdóttir, Ómar Bragi Stefánsson.

DAGSKRÁ:

  1. Samningur við Atvinnuþróunarfélagið Hring v. félagsheimila.
  2. Vinnuskóli Skagafjarðar.
  3. Staða unglingamiðstöðvar á Skr.
  4. Samn. við Neista v. íþróttavallar.
  5. Bréf frá Ljósheimum.
  6. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

  1. Samningurinn kynntur og samþ. með öllum atkv.
  2. Farið yfir starfsemi vinnuskólans í sumar.
  3. Staða unglingamiðstöðvar rædd og tilkynnt um fund um þetta málefni miðvikud. 20. sept. kl. 1700.
  4. Samningur við Neista vegna íþróttavallar kynntur og hann samþykktur.
  5. Tekið fyrir bréf frá Ljósheimum og samþ. að taka þátt í kostnaði sem nemur eignarhluta sveitarfélagsins.
  6. Önnur mál:
    1. Tekið fyrir bréf frá Grósku um rekstrarstyrk, sem var frestað í vor
      - Samþykkt að styrkja Grósku um kr. 200.000,-.
  7. Samþ. að veita Sigríði Viggósdóttur kr. 15.000,- vegna landsliðsþátttöku í körfuknattleik.
  8. Tekið fyrir bréf frá Kammerkór Norðurlands, þar sem óskað er eftir styrk vegna tónleikaferðar um Norðurland. - Samþ. að styrkja kórinn um kr. 10.000,-.
  9. Rætt um aðstöðu almennings til iðkunar íþrótta.
  10. Upplýsingum um starfsemi Byggðasafnsins dreift á fundinum.
  11. Áætlað er að hafa fund um Menningarhús n.k. miðvikudag 27. sept.
  12. Á fundinn kom Ríkarður Másson, sýslumaður og var erindið að kynna og ræða bréf hans til sveitarstjórnar, dags. 11. ágúst 2000, um opinbera dansleiki í félagsheimilum í Skagafirði. Mikil og góð umræða varð um þetta málefni og verður bréfið sent til allra hússtjórna félagsheimila í Skagafirði til kynningar.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18,53