Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

53. fundur 20. júlí 2000 kl. 16:00 - 17:47 Á skrifstofu sveitarfélagsins

53. fundur haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins fimmtudaginn 20. júlí 2000 kl. 1600.
Mætt: Ásdís Guðmundsdóttir, Björgvin Guðmundsson, Jón Garðarsson, Bjarni Brynjólfsson og Ómar Bragi Stefánsson.

DAGSKRÁ:

  1. Þriggja ára áætlun.
  2. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

  1. Þriggja ára áætlun kynnt. MÍÆ nefnd leggur til að inn í þriggja ára áætlun verði bætt við: Gerður verði samningur við Golfklúbb Sauðárkróks um rekstur golfvallar að Hlíðarenda. 
    Ennfremur óskar nefndin eftir að skoðaðar verði til hlítar þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á flutningi ýmissa stofnana innan sveitarfélagsins og húsnæði sem tengist þeim flutningi.  Að öðru leyti samþykkir nefndin þriggja ára áætlun.  MÍÆ nefnd fagnar því að þriggja ára áætlun er fram komin, en bendir á að æskilegt sé að nefndir sveitarfélagsins komi að undirbúningi áætlunarinnar.
  2. Önnur mál.
    a)      Kynnt drög að verklýsingu greiningar á félagsheimilum í Skagafirði þar sem sveitarfélagið á eignarhlut.
    b)      Samþykktur styrkur kr. 600.000 til Félagsheimilisins Bifrastar vegna nauðsynlegs viðhalds o.fl.  Staðfestur er hlutur sveitarfélagsins í framkvæmdum vegna viðgerðar á Höfðaborg kr. 1.740.000.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 1747.