Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

52. fundur 06. júlí 2000 kl. 16:00 Á skrifstofu sveitarfélagsins

52. fundur, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins fimmtud. 6. júlí 2000, kl. 1600.
Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Garðarsson, Erna Rós Hafsteinsdóttir og Sigurbjörg Guðjónsdóttir.

DAGSKRÁ:

  1. Félagsheimili í Skagafirði.
  2. Samningar um íþróttavelli í Skagafirði.
  3. Bréf frá Bílaíþróttaklúbbi Skagafjarðar.
  4. Bréf frá Jóni Ormari Ormssyni.
  5. Bréf frá UMF. Tindastóli.
  6. Bréf frá Birni Björnssyni og Hilmari Sverrissyni um minningarstofu á Sauðárkróki.
  7. Sæluvikan 2001.
  8. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

  1. Formanni og starfsmanni nefndarinnar falið að hafa samband við atvinnuþróunarfélagið Hring, vegna vinnu við úttekt á félagsheimilum.
  2. Samþykktur samhljóða samningur við UMFT vegna umsjónar íþróttasvæðis á Sauðárkróki.
  3. Samþykkt samhljóða að styrkja Bifreiðaklúbb Skagafjarðar um kr. 200.000.
  4. Samþykkt samhljóða að veita Jóni Ormari Ormssyni styrk að upphæð kr. 100.000 vegna sýningar á leikritinu Tvær konur við árþúsund. Jafnframt leggur nefndin til að húsaleiga vegna æfinga og sýninga í Bifröst verði felld niður.
  5. Tekið fyrir bréf frá UMFT vegna auka styrkveitingar. Nefndin sér sér ekki fært að verða við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar.
  6. Tekið fyrir bréf frá Birni Björnssyni og Hilmari Sverrissyni um "minningarstofu" á Sauðárkróki.  Nefndin telur hugmyndina athyglisverða og felur formanni og starfsmanni nefndarinnar að skoða málið.
  7. Tilhögun Sæluviku 2001 rædd.
  8. Önnur mál - engin.

Fundi slitið kl. 1740.