Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

50. fundur 22. maí 2000 kl. 17:30 - 19:40 Á skrifstofu sveitarfélagsins

50. fundur haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins mánudaginn 22. maí kl. 1730.
Mætt: Ásdís Guðmundsdóttir, Erna Rós Hafsteinsdóttir, Jón Garðarsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir og Ómar Bragi Stefánsson.

DAGSKRÁ:

  1. Félagsheimilin.
  2. Styrkveitingar.
  3. Sumardagskráin.
  4. Vinnuskóli Skagafjarðar.
  5. Samningur við Kristján Runólfsson.
  6. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

  1. Málefni félagsheimila rædd, farið yfir stöðu þeirra gagnvart sveitarfélaginu. Samþykkt að senda hússtjórnum bréfið, upplýsingar um væntanlega endurskoðun á starfseminni. 
    Tekið fyrir bréf frá hússtjórn Miðgarðs um styrk vegna ársins 2000 að upphæð 4.000.000. Samþykkt að veita styrk að upphæð 2.400.000 sem er 60% af upphæðinni samkvæmt eignarhluta sveitarfélagsins. 
    Tekið fyrir bréf frá hússtjórn félagsheimilisins Árgarðs um styrk að upphæð kr. 2.350.000. Samþykkt að veita styrk vegna lagfæringar loftræstikerfis, brunavarna og málningar að upphæð 954.000 sem eru 83% af kostnaði við þær framkvæmdir.  Samþykkt að mála og taka til í og við Bifröst.
  2. Bréf frá Birnu Eiríksdóttur vegna landsliðsferðar í körfuknattleik. Samþykkt að styrkja hana um 15.000. 
    Tekið fyrir bréf frá Hafsteini Oddssyni um styrk vegna kayakleigu. Nefndin telur sér ekki fært að styrkja verkefnið að svo stöddu. 
    Tekið fyrir bréf frá Karlakórnum Heimi um styrk vegna utanlandsferðar á heimssýninguna í Hannover í Þýskalandi. Samþykkt að styrkja kórinn um 100.000. 
    Tekið fyrir bréf frá Ferðaþjónustunni Lónkoti. Samþykkt að styrkja menningardagskrá sumarsins 2000 um kr. 100.000 sem tekið er úr sjóði vegna hátíðarhalda 2000. 
    Tekið fyrir bréf frá Agnari Hermannssyni, Vilhjálmi Árnasyni og Ægi Finnssyni vegna kaupa á hljóðkerfi.  Samþykkt að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar.
  3. Kynnt var viðburðadagskrá ársins 2000 sem verður send út til dreifingar fljótlega.
  4. Rætt um starfsemi Vinnuskólans á komandi sumri.
  5. Tekinn fyrir samningur við Kristján Runólfsson. Samþykkt að formaður nefndarinnar og starfsmaður gangi frá samningnum.
  6. Önnur mál.

Lagt fram bréf frá Kristjáni Kristjánssyni skólastjóra Steinsstaðaskóla. Starfsmanni nefndarinnar falið að skoða málið.

Fundi slitið kl. 1940.