Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

42. fundur 17. janúar 2000 kl. 16:00 - 17:35 Á skrifstofu sveitarfélagsins

42. fundur 17. janúar 2000 á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1600.
Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Gísli Eymarsson, Jón Garðarsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Helgi Thorarensen og Ómar Bragi Stefánsson.

DAGSKRÁ:

  1. Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri Byggðasafns kemur á fundinn.
  2. Lagður fram samningur um veitingasölu í Áshúsi.
  3. Lagður fram samstarfssamningur milli Byggðasafns Skagfirðinga og Snorra Þorfinnssonar ehf.
  4. Til kynningar: Samningur Byggðasafns Skagfirðinga og Þjóðminjasafns Íslands.
  5. Til kynningar: Starfssamningur við Katrínu Gunnarsdóttur fornleifafræðing.
  6. Frestað erindi: Bréf frá Valgeiri Þorvaldssyni um samstarf um sýningu frá Utah.
  7. Bréf frá Skotfélaginu Ósmann.
  8. Önnur mál:
    a)      Fjárhagsáætlun.
    b)      Bréf frá Nemendafél. Fjölbrautaskóla Norðurl. vestra um afnot af íþróttahúsi undir árshátíð í mars nk.
    c)      Menningarhús.
    d)     Lögð fram ársskýrsla Byggðasafns Skagfirðinga fyrir 1999.

AFGREIÐSLUR:

  1. Sigríður Sigurðardóttir mætti á fundinn og útskýrði fyrirliggjandi samninga fyrir fundarmönnum.
  2. Samningur um veitingasölu í Áshúsi borinn upp. Samþykkt samhljóða.
  3. Samstarfssamningur milli Byggðasafns Skagfirðinga og Snorra Þorfinnssonar ehf. borinn upp. Samþykkt samhljóða.
  4. Lagt fram til kynningar samningur milli Byggðasafns Skagfirðinga og Þjóðminjasafns Íslands um leigusaming um gömlu bæjarhúsin í Glaumbæ.
  5. Lagður fram til kynningar starfssamningur við Katrínu Gunnarsdóttur fornleifafræðing um skráningu fornleifa í  Skagafirði.
    Sigríður vék af fundi.
  6. Tekið fyrir frestað erindi frá Valgeiri Þorvaldssyni um samstarf um sýningu frá Utah.  MÍÆ nefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til að Vesturfarasetrið fái afnot af starfsmanni gegn ákveðinni greiðslu samkv. nánara samkomulagi.
  7. Tekið fyrir bréf frá Skotfél. Ósmanni.  Beiðni um leiðréttingu á styrkveitingu til Skotfél. Ósmanns hafnað og formanni falið að svara efnisatriðum bréfsins að öðru leyti.
  8. Önnur mál.
    a)      Fjárhagsáætlun - MÍÆ nefnd ítrekar þær breytingar sem gerðar voru á síðasta fundi nefndarinnar.
    b)      Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni að skoða málið.
    c)      Umræða um menningarhús. Ákv. að stefna að opnum fundi um málefnið.
    d)     Ársskýrsla Byggðasafns Skagfirðinga fyrir 1999 lögð fram.

Fundi slitið kl. 1735.