Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

41. fundur 03. janúar 2000 kl. 16:30 - 19:45 Á skrifstofu sveitarfélagsins

41. fundur, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins mánud. 03.01.2000 kl. 1630.
Mættir:  Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Garðarsson, Helgi Thorarensen, Gísli Eymarsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Ómar Bragi Stefánsson.

Dagskrá:

  1. Fjárhagsáætlun.
  2. Önnur mál.

Afgreiðslur:

  1. Fjárhagsáætlun rædd af fundarmönnum. Nefndin leggur áherslu á að fjármagn til leikjanámskeiðs verði ekki skert og verði kr. 1.800.000 eins og nefndin lagði til.
    Nefndin leggur áherslu á að lagt verði fé í viðhald og endurbætur á íþróttavöllum utan Sauðárkróks og Hofsóss og að upphæðin verði óbreytt, kr. 1.000.000.
  2.  
    a)      Bréf frá Umf. og Íþróttafél.  Smára lagt fram til kynningar.
    b)      Tekið fyrir bréf frá Rökkurkórnum um styrk. Bréfinu vísað til afgreiðslu úr menningarsjóði.
    c)      Tekið fyrir bréf frá Sigurdríf Jónatansdóttur um styrk á norrænt skátaþing í Danmörku. Bréfinu vísað til fjárhagsáætlunar.
    d)     Kynnt bréf frá Vilborgu Halldórsdóttur um styrk vegna handritsgerðar að heimildarmynd um Stefán Guðmundsson Íslandi. Vísað til afgreiðslu úr menn­ingarsjóði.

Nefndin vill vekja athygli á upphæð sem áætluð er til hátíðahalda 2000 og efast að sú upphæð dugi til að vel verði að verki staðið.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1945.