Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

38. fundur 24. nóvember 1999 kl. 16:30 - 19:50 Á Skrifstofu Skagafjarðar

Fundur haldinn á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1630.
Mættir Ásdís Guðmundsdóttir, Gísli Eymarsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Jón Garðarsson og Ómar Bragi Stefánsson.

DAGSKRÁ:

  1. Frestuð erindi.
  2. Landsmót hestamanna.
  3. Fjárhagsáætlun.
  4. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

1.
a)      Tekið fyrir bréf frá UMFT um leiðréttingu á styrkupphæð.  Formaður leggur til að Tindastóli verði veittar kr. 1.000.000 til leiðréttingar á styrknum.  Samþykkt með þremur atkvæðum.  Jón Garðarsson sat hjá.  Gísli Eymarsson lætur bóka eftirfarandi:
"Ljóst er að ákveðins misssamræmis gætti varðandi styrkúthlutunar til íþróttafélaganna þegar borin er saman styrkur annarsvegar og rekstargjöld einstakra félaga hinsvegar.  En það er að mínu áliti eini raunhæfi möguleikinn til að leggja mat á umfang þeirrar íþróttastarfsemi sem styrkja á meðan nánari upplýsingar liggja ekki fyrir. Ég tel að upphæð aukastyrkveitingar eiga að vera hærri þannig að UMFT sitji við sama og önnur félög í þessu sambandi".
b)      Tekið fyrir bréf frá Golfklúbbi Sauðárkróks vegna umsóknar um styrk.  Nefndin óskar eftir viðræðum við stjórn klúbbsins.
c)      Tekið fyrir bréf frá Iðnaðarmannafélagi Sauðárkróks um styrk vegna komu eldsmiðs hingað.  Nefndin samþykkir kr. 50.000.

  1. Á fundinn komu Bjarni Egilsson og Sigríkur Jónsson og kynntu fyrir fundarmönnum Landsmót hestamanna árið 2002 á Vindheimamelum og hvernig staða mála sé.
  2. Ómar kynnti vinnu vegna fjárhagsáætlunar.
  3. Önnur mál.
  4. Ósk um niðurfellingu á húsaleigu í Ljósheimum vegna styrktardansleiks fyrir Dagvist Iðju.  Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki hússtjórnar Ljósheima.
  5. Kynnt bréf frá foreldrafélagi Grunnskólans á Hólum með ósk um bætta aðstöðu á íþróttasvæði og skólalóð við Grunnskólann á Hólum.  Starfsmanni falið að skoða málið.
  6. Tekið fyrir bréf frá Vesturfarasetrinu um samstarf á sýningu frá UTAH.  Nefndin óskar eftir frekari upplýsingum um málefnið.
  7. Kynnt bréf frá stýrihópi um forvarnir í Skagafirði.
  8. Sigurbjörg óskaði eftir upplýsingum hvað varðar vinnu við úttekt á ástandi sundlaugar Sauðárkróks.  Málefni sundlaugar rædd.

Fundi slitið kl. 1950