Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

19. fundur 08. mars 1999 kl. 16:30 Í Stjórnsýsluhúsi Sauðárkróks

Menningar-íþrótta- og æskulýðsnefnd kom saman mánudaginn 8. mars 1999 kl. 1630 í fundarsal Stjórnsýsluhússins á Sauðárkróki.
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Garðarsson, Helgi Thorarensen, Gísli Eymarsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, auk Páls Kolbeinssonar ritara. 

DAGSKRÁ:

  1. Fjárhagsáætlun 1999.
  2. Kosning varaformanns.
  3. Félagsheimili.
  4. Styrkveitingar til íþrótta- og æskulýðsfélaga.
  5. Tillaga um menningarsjóð.
  6. Hátíðarhöld.
  7. Önnur mál. 

AFGREIÐSLUR:

  1. Rætt um fjárhagsáætlun og hún samþykkt.
  2. Formaður lagði til að Jón Garðarsson yrði kosinn varaformaður nefndarinnar.  Ekki bárust fleiri tillögur og skoðast hann því rétt kjörinn.
  3. Rætt um málefni félagsheimila.  Samþykkt að boða formenn hússtjórna á fund nefndarinnar.
  4. Rætt um styrkveitingar til íþrótta- og æskulýðsfélaga.  Frestað til næsta fundar.
  5. Formaður leggur fram eftirfarandi tillögu: 
    “Stofnaður verði Menningarsjóður Skagafjarðar, sem hafi það hlutverk að veita styrki til hinna ýmsu menningarfélaga á svæðinu.  Auglýst verður einu sinni á ári eftir umsóknum í sjóðinn og verður veitt úr honum samkvæmt nánari reglum sem menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd setur”.
    Tillagan er samþykkt.  Form. falið að leggja fram á næsta fundi drög að reglugerð.
  6. Rætt um Sæluviku og hátíðarhöld á 17. júní.  Formanni og starfsmanni falið að afla upplýsinga.
  7. Önnur mál.
    a)      Borist hefur bréf frá Trausta Sveinssyni, óskað er eftir styrk vegna Fljótagöngu 1999 að upphæð kr. 600.000.-  Nefndin samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 300.000.-
    b)      Borist hefur bréf frá Grunnskólanum á Sauðárkróki.  Farið er fram á að nemendur geti notfært sér Muna- og minjasafnið á Sauðárkr. í daglegu starfi.
    c)      Borist hefur bréf frá Páli Kolbeinssyni þar sem hann segir starfi sínu upp hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.

Fleira ekki gert og fundi slitið.