Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

18. fundur 17. febrúar 1999 Í Ráðhúsi

Fundur í Menningar-íþrótta og æskulýðsnefnd í Sveitarfélaginu Skagafirði, haldinn á sveitarstjórnarskrifstofu Skagafjarðar þann 17.02.1999 kl. 16.00

DAGSKRÁ:

      1. Fjárhagsáætlun.

                   2. Bréf frá menntamálaráðherra.

                   3. Bréf frá Skíðafélagi Fljótamanna

                   4. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

1. Nefndin felur formanni að koma athugasemdum á framfæri varðandi eftirfarandi atriði í fjárhagsáætlun:

                       1. Styrkir til menningarmála.

                       2. Styrkir til íþróttamála.

                       3. Úttekt á Sundlaug Sauðárkróks.

                       4. Styrkir til æskulýðsmála.

                       5. Vinnuskólinn.

                       6. Leikjanámskeið í dreifbýli.

2. Lagt fram svarbréf frá menntamálaráðherra varðandi menningarhús á landsbyggðinni.

3. Bréf frá Trausta Sveinssyni fh. Skíðafélags Fljótamanna, lagt fram varðandi snjótroðara.

Nefndin óskar eftir frekari upplýsingum um málið.

4. Önnur mál.

a. Lögð fram greinagerð og tillaga til kynningar frá Helga Thorarensen varðandi aðgang unglinga að þorrablótum í Skagafirði.

Fleira ekki gert og fundi slitið.