Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

17. fundur 15. febrúar 1999 kl. 16:30 Í Stjórnsýsluhúsi Sauðárkróks

Menningar-íþrótta og æskulýðsnefnd í Sveitarfélaginu Skagafirði kom saman í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki þann 15.2.1999 kl. 16.30.

Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Helgi Thorarensen, Björgvin Guðmundsson og Sigurbjörg Guðjónsdóttir.

 

DAGSKRÁ:

                   1. Samningur við Félag eldri borgara í Skagafirði.

                   2. Fjárhagsáætlun - fyrri umræða.

                   3. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Lagður fram samningur við félag eldri borgara í Skagafirði.

Nefndin samþykkir samninginn en bendir á að kanna þurfi þann kostnað sem af samningnum hlýst.

2. Fjárhagsáætlun rædd.

3. Önnur mál.
a. Bókun frá Helga Thorarensen.

1. “Það er staðreynd, sem ekki verður á móti mælt að Byggðaráð hefur afgreitt mál, sem heyra undir Menningar-íþrótta og æskulýðsnefnd en án þess að hafa samráð við nefndina. Slík vinnubrögð eru óeðlileg og það er engin ástæða til þess að réttlæta slíkar afgreiðslur.

2. Athugasemd Gísla við það að fulltrúar Skagafjarðarlistans fjalli opinberlega um mál, sem ekki hafa verið tekin fyrir með formlegum hætti í Menningar-íþrótta og æskulýðsnefnd er með öllu óskiljanleg. Þegar ráðist er í umfangsmiklar og fjárfrekar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins, hverjar sem þær kunna að vera, er eðlilegt að litið sé fram á veginn og því velt fyrir sér hvaða öðrum verkefnum gæti þurft að sinna í náinni framtíð. Það er eitt af hlutverkum nefnda sveitarfélagsins að hafa fyrirhyggju um slík mál og að forgangsraða verkefnum.

3. Það er full ástæða til þess að hvetja til málefnalegrar umræðu um hið nýja sveitarfélag á opinberum vettvangi. Slík umræða á ekki að vera lokuð inni í nefndum og ráðum sveitarfélagsins. Skagafjarðarlistinn mun halda áfram, hér eftir sem endranær, að stuðla að slíkri umræðu”.

Fleira ekki gert fundi slitið.