Fara í efni

Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um Land og skóg

Málsnúmer 2303282

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 42. fundur - 05.04.2023

Lagður fram tölvupóstur frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 28. mars 2023, þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um Land og skóg, 858. mál. Óskað er eftir að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. apríl.
Byggðarráð tekur jákvætt í fyrirhugaða sameiningu og samþykkir eftirfarandi umsögn:
Við sameiningu Landgræðslu og Skógræktar í eina stofnun má benda á tækifæri sem felast í uppbyggingu rannsókna og ráðgjafar í Skagafirði á sviðum nýrrar stofnunar. Fellur það vel að stefnu ríkisstjórnarinnar um að aukin skógrækt og landgræðsla eigi að leika veigamikið hlutverk í aðgerðum til að auka kolefnisbindingu hér á landi á næstu árum og áratugum. Báðar stofnanir hafa nú í dag starfstöðvar í Skagafirði.
Flest stöðugildi á vegum ríkisins eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu, enda er meirihluti landsmanna búsettur þar. Hins vegar er hlutfall stöðugilda á höfuðborgarsvæðinu (72%) hærra en hlutfall landsmanna sem þar býr (64%). Þetta á ekki við um neinn annan landshluta. Íbúaþróun hefur verið óhagfelldust yfir landið undanfarin ár á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Í ljósi framangreinds má sjá að bæði fagleg og byggðarleg sjónarmið mæla mjög með því að við sameiningu Landgræðslu og Skógræktar í eina stofnun verði horft til tækifæra sem þá gætu skapast við eflingu starfsemi stofnunarinnar í Skagafirði.