Fara í efni

Sauðárkrókur - Deiliskipulag - Víðigrund

Málsnúmer 2203235

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 430. fundur - 29.03.2022

Skipulagsfulltrúi leggur fram tillögu að afmörkun á deiliskipulagssvæði í samræmi við bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 7.01.2022 og sveitarstjórnar þann 12.01.2022.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að leita tilboða og vinna málið áfram.

Skipulags- og byggingarnefnd - 433. fundur - 12.05.2022

Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag íbúðarbyggðar við Víðigrund, Smáragrund og hluta Grundarstígs á Sauðárkróki unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagssvæðið nær yfir 5,4 ha svæði sem afmarkast af Skagfirðingabraut að vestan, að Öldustíg að norðan, Smáragrund að austan og Hegrabraut að sunnan. Á skipulagssvæðinu er íbúðarbyggð sem samanstendur af íbúðarblokkum og einbýlishúsum auk leikskóla við Víðigrund, félagsheimilis auk verslunar við Smáragrund. Svæðið byggðist upp á 7. og 8. áratug síðustu aldar, elstu húsin reist undir lok 6. áratugar en það yngsta leikskólinn, var byggt árið 1995. Helstu framkvæmdir síðustu ára hafa verið viðbyggingar og viðhaldsframkvæmdir á stöku húsum.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 425. fundur - 25.05.2022

Vísað frá 433. fundi skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag íbúðarbyggðar við Víðigrund, Smáragrund og hluta Grundarstígs á Sauðárkróki unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagssvæðið nær yfir 5,4 ha svæði sem afmarkast af Skagfirðingabraut að vestan, að Öldustíg að norðan, Smáragrund að austan og Hegrabraut að sunnan. Á skipulagssvæðinu er íbúðarbyggð sem samanstendur af íbúðarblokkum og einbýlishúsum auk leikskóla við Víðigrund, félagsheimilis auk verslunar við Smáragrund. Svæðið byggðist upp á 7. og 8. áratug síðustu aldar, elstu húsin reist undir lok 6. áratugar en það yngsta leikskólinn, var byggt árið 1995. Helstu framkvæmdir síðustu ára hafa verið viðbyggingar og viðhaldsframkvæmdir á stöku húsum.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir lýsinguna, með 9 atkvæðum og samþykkir jafnframt að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Skipulagsnefnd - 2. fundur - 30.06.2022

Farið yfir innsendar athugasemdir sem bárust við auglýsta skipulagslýsingu fyrir íbúabyggð við Víðigrund á Sauðárkróki. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.

Skipulagsnefnd - 13. fundur - 24.11.2022

Björn Magnús Árnason frá Stoð ehf. verkfræðistofu kynnti nokkrar tillögur að drögum að deiliskipulagi fyrir Víðgrundina á Sauðárkróki.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.