Fara í efni

Steinsstaðir - Fyrirspurn um lóð

Málsnúmer 2203136

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 429. fundur - 17.03.2022

Páll Árni Guðmundsson spyrst fyrir um hvort til séu íbúðarlóðir lausar til úthlutunar á Steinsstöðum.
Samkvæmt gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins og tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi eru íbúðalóðir ætlaðar við Lækjarbakka og Lækjarbrekku á Steinsstöðum. Ekki liggur fyrir deiliskipulag varðandi þetta svæði og lóðir því ekki lausar til úthlutunar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umrætt svæði verði deiliskipulagt.

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að hafin verði deiliskipulagsvinna við íbúðarlóðir á Steinsstöðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 423. fundur - 06.04.2022

Visað frá 429. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 17. mars 2022 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:"
"Páll Árni Guðmundsson spyrst fyrir um hvort til séu íbúðarlóðir lausar til úthlutunar á Steinsstöðum.
Samkvæmt gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins og tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi eru íbúðalóðir ætlaðar við Lækjarbakka og Lækjarbrekku á Steinsstöðum. Ekki liggur fyrir deiliskipulag varðandi þetta svæði og lóðir því ekki lausar til úthlutunar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umrætt svæði verði deiliskipulagt.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að hafin verði deiliskipulagsvinna við íbúðarlóðir á Steinsstöðum."

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að hafin verði deiliskipulagsvinna við íbúðarlóðir á Steinsstöðum borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.