Fara í efni

Fræðslunefnd - 178

Málsnúmer 2203013F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 423. fundur - 06.04.2022

Fundargerð 178. fundar fræðslunefndar frá 30. mars 2022 lögð fram til afgreiðslu á 423. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 178 Við samþykkt skóladagatals Birkilundar fyrir starfsárið 2021-2022 láðist að setja inn dagsetningu lokunar vegna sumarleyfis sumarið 2022. Lagt er til að það verði eins og undangengin ár, þ.e. leikskólinn loki kl. 12 á hádegi föstudaginn 8. júlí og opni aftur kl. 12 á hádegi mánudaginn 15. ágúst. Tillagan hefur verið lögð fyrir foreldraráð sem gerir ekki athugasemdir við hana. Nefndin samþykkir tillöguna. Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar fræðslunefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
  • .2 2203121 Lestrarstefna
    Fræðslunefnd - 178 Um þessar mundir eru fimm ár liðin frá því að Sveitarfélagið Skagafjörður setti sér lestrarstefnu fyrir leik- og grunnskóla Skagafjarðar. Nefndin óskar eftir umfjöllun og greinargerð um hvernig innleiðing stefnunnar hefur gengið og framvindu hennar. Jafnframt er óskað eftir umfjöllun um önnur verkefni sem hvetja til enn frekari lesturs. Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar fræðslunefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 178 Reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmd frístundaþjónustu við fötluð börn lagðar fram. Reglur þessar byggja á lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og leiðbeiningum félagsmálaráðuneytisins frá 20. desember 2019 um framkvæmd frístundaþjónustu. Nefndin fagnar þessum reglum og hvetur til enn frekara starfs til samþættingar í þjónustu við íbúa. Reglunum vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar fræðslunefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 178 Erindi frá mennta- og barnamálaráðherra þar sem hvatt er til að aðilar skólasamfélagsins nálgist Pisa könnunina, sem lögð er fyrir í ár, með jákvæðu hugarfari. Minnt er á að góð þátttaka í Pisa skiptir miklu til að tryggja það að niðurstöður endurspegli stöðu nemenda á Íslandi á tilteknum sviðum náms. Nefndin tekur undir erindi ráðherra. Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar fræðslunefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 178 Lagt fram erindi frá mennta- og barnamálaráðuneyti þar sem kynnt er verkefnið ,,Ertu ókei" sem ætlað er að auka vitund á mikilvægi geðræktar og því að börn og ungmenni ræði líðan sína við aðila sem þau treysta. Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar fræðslunefndar staðfest á 423. fundi sveitarstjórnar 6. apríl 2022 með níu atkvæðum.