Fara í efni

Grindur - umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2201285

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 424. fundur - 02.02.2022

Málefni: Grindur L146530 - Umsókn um byggingarreit
Fyrir liggur uppdráttur í mkv. 1:200 (A1) af byggingarreit þar sem fram
kemur að fyrirhugað sé að byggja 290 m² fjárhús á jörðinni.

Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir frekari gögnum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 426. fundur - 24.02.2022

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 02.02.2022 síðastliðinn. Rúnar Páll Dalmann Hreinsson sækir um heimild til að stofna 1.408 m² byggingarreit á landi lóðarinnar Grinda, landnúmer 146530, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti útg. 09.02.2022 unnin af Rögnvaldi Harðarsyni. Um er að ræða byggingarreit fyrir nýtt fjárhús. Fyrir liggur jákvæð umsögn minjavarðar.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.