Fara í efni

Hamar 146378 - Umsókn um nafnleyfi og landskipti

Málsnúmer 2201225

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 424. fundur - 02.02.2022

Sævar Einarsson kt. 110762-4459 og Unnur Sævarsdóttir kt. 170260-7599 sækja f.h. Hamarsbúsins ehf. kt. 490606-0410 sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Hamars (landnr. 146378) í Hegranesi, um leyfi til þess að stofna 2 landspildur, Hamar 2 og Hamar 3, úr landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 70953001, dags. 17. janúar 2022.
Fram kemur í umsókn að landið sem um ræðir verði tekið úr landbúnaðarnotkun.
Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Hamar, landnr. 146378.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146378.
Einnig er óskað eftir því að nafni jarðarinnar Hamars landnr. L146378 verði breytt og að jörðin fái heitið Hamar 1.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.