Fara í efni

Hraun lóð (L223861) - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2201173

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 429. fundur - 17.03.2022

Kollgáta ehf. arkitektastofa, Valþór Brynjarsson sækir um fyrir hönd Fljótabakka ehf. sem er þinglýstur eigandi óskiptra og sameiginlegra jarða, Hraun I L146818, Hraun II L146824 og lóðarinnar Hraun lóð L223861 um leyfi til að stofna:
949,1 m² lóðir úr sameiginlegu en óskiptu landi Hrauna I L146818 og landi Hrauna II L146824, til jafns frá hvorri jörð.
Þá er sótt um að sameina lóðirnar lóðinni Hraun lóð L223861. Á þeirri lóð stendur MHL 01, 250,3 m² geymsla byggð árið 1874.
Meðfylgjandi uppdráttur gerður á Kollgátu ehf. arkitektastofu af Valþóri Brynjarssyni. Uppdráttur í verki nr.12-19-21, dagssettur 22.02.2022.
Lögbýlarétturinn fylgir áfram jörðunum Hraun I L146818, Hraun II L146824.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
Umbeðin landskipti samræmast gildandi aðalskipulagi.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.