Fara í efni

Uppfærsla svæðisáætlana vegna lagabreytinga

Málsnúmer 2112039

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 994. fundur - 08.12.2021

Lagt fram bréf dagsett 30. nóvember 2021 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi uppfærslu svæðisáætlana vegna lagabreytinga. Stjórn Sís áréttar að mikilvægt sé fyrir sveitarfélögin að hefja nú þegar undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinganna og uppfæra svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs með hliðsjón af þeim og nýlega samþykktri stefnu um meðhöndlun úrgangs.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 186. fundur - 15.12.2021

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur fjallað um þær breytingar sem framundan eru í úrgangsmálum í kjölfar nýlegra lagabreytinga. Stjórnin áréttar að mikilvægt er fyrir sveitarfélögin að hefja nú þegar undirbúning að gildistöku lagabreytinganna og uppfærslu svæðisáætlana um meðhöndlun úrgangs með hliðsjón af þeim og nýlega samþykktri stefnu um meðhöndlun úrgangs. Öll útboð sem framundan eru, er varða söfnun og aðra meðhöndlun úrgangs, þurfa að taka tillit til umræddra lagabreytinga.

Nefndin felur sviðsstjóra að upplýsa þá sem koma að útboðsgerð sorphirðu í Skagafirði um þessar umræddu lagabreytingar.